Í þessari mynd fer Denzel Washington með hlutverk John Quincy, manns sem hefur enga valkosti þegar sonur hans greinist með hjartasjúkdóm og verður að fá nýtt hjarta. Tryggingar hans ná ekki yfir þetta og hefur hann engan pening til að borga fyrir aðgerðina. Hann getur ekekrt gert nema horft á son sinn deyja.
John Q sér ekki neina leið út úr málinu nema eina. Hann fer inn í spítalann, og tekur lækna, sjúklinga og hjúkkur í gíslíngu, og ætlar sér ekki að sleppa þeim nema að sonur hans fái nýtt hjarta.
Hann ætlar sér ekki að meiða neinn en lögreglumennirnir Frank Grimes (Robert Duvall) og Gus Monroe (Ray Liotta) sjá það ekki á þann hátt. Almúgurinn stendur með John og styrkir það hann verulega.
Þetta er mjög góð mynd að mínu mati og fara leikararnir með hlutverk sín frábærlega. ***/****


Með önnur hlutverk fara James Woods, Anne Heche, Eddie Griffin, og Kimberly Elise
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.