Margir skilja ekki endann á Matrix Revolutions svo ég ákvað að senda inn stutta grein um þetta efni.


Þegar Neo, frelsarinn fer til borg vélanna er allt skínandi því þar er svo mikil orka.
Neo gerir sáttmála við Vélarnar um að hann muni drepa Agent smith.
Vélarnar fallast á það og einhverjar slöngur koma og mynda bekk fyrir hann og plugga hann inní Matrix.
Þegar Smith gerir Neo að sjálfum sér fer Neo í grunninn á Matrix og fórnar sjálfum sér til að endurræsa draumaheiminn.
En margir halda að það sé eitthvað bogið við þetta því hann var 6. frelsarinn og því átti eitthvað að breytast, eins og segir í auglýsing “Everithing that has a begin has an end”.
Þetta endaði með Neo en sagan endurtók sig, nákvæmlega eins og hjá hinum frelsurunum 5 sem arkitektinn sagði frá í Matrix Reloaded.
En svo var spurningin hvort stelpan, dóttir fólksins sem Neo hitti á lestarstöðinni sé næsti frelsari, hún teiknaði jú himininn.