Hey kvikmyndanördar!
Ég var að skoða nokkra trailera á Háhraða, og rakst þá á trailer af hinni eldgömlu klassísku kvikmynd Metropolis eftir Fritz Lang. Nú, ég kíkti á trailerinn, og skildist á honum að það ætti að fara að endurútgefa Metropolis í fullri lengd, og með upprunalegu tónlistinni. Veit einhver meira um málið? (Ég hef nefnilega ekki heyrt neitt). Á að gefa myndina út á DVD bráðum, eða er það þegar búið? Eða á að sýna myndina aftur í bíó?
Mig langar nefnilega ekkert smá að sjá þessa mynd aftur, og nú í fullri lengd. Sá nefnilega bara “diskó”útgáfuna hans Giorgio Moroder í gamla daga (hef reyndar séð hana tvisvar)…´
Plís einhver… ef þið hafið eitthvað info! :)