Hvernig stendur á því að önnur hver mynd sem kemur orðið á DVD er SE útgáfa. Helst þá 6 mánnuðum eftir að maður keypti “normal” útgáfuna.

Dæmi. X-men. Þegar diskurin kom fyrst var haft eftir leikstjóranum að hann vildi gera aðra útgáfu fyrir DVD og kæmi hún sennilega mitt ár 2001. Þetta setti men í roga stans, X-men var ekki komin út og strax var rifin niður sölu möguleikin. Hélt hann áfram og sagði að svo lítil tími hefði verið fyrir hendi til að gera DVD diskin rétt fyrir jól að sleppa hefði fult af efni sem nú kæmi á X-men SE. Þeir hjá Fox voru fljótir til og sögðu að þetta væri ekki rétt. Kannski kæmi með DVD X-men 2 eitthvað efni úr X-men 1 sem setið hefði eftir á klippiborðinu en annað ekki.

En nú voru að koma þær fréttir að X-men SE kæmi líklega í haust, þar væri allt efni sem hefði verið full unnið sett inní myndina og meira til. Er þetta ekki glæpastarfsemi, eru kvikmynda safnarar svo miklir aular að þeir láti plata sig aftur og aftur.
Þetta er ekki eina dæmið, Dogma og Pulp Fiction eru líka þessum pakka, þar sem Dogma kemur núna í vor í endurbættri útgáfu og Pulp Fiction er til í að minnsta 5 útfærslum, 3 R2 og 2 R1.

Annað líka sem snertir Region Code. T2SE kom núna út, flottur diskur eða freakar diskar. Þar sem á disk 1 eru 2 útgáfur af myndinni en diskur 2 fullur af auka dótti. En fréttir herma að hann komi öðruvísi út fyrir R2, fyrsta lagi eru svo margar hljóðrásir sem þarf að bætta við fyrir þegar uppfullan disk. Þýska, franska, spænska og ítalska. Einnig er T2 SE víst ekki til talset á eitthvað af þessum tungumálum svo að hann komi bara fyrir UK. Þá auðvitað klippt niður.
Eins er með Rocky Horror Picture show. HVER TALSETUR TÓNLISTAR MYNDIR. Maður bara spyr!


<BR
Kettir eru fremur viðkvæm dýr sem geta þjáðst af ýmsum kvillum. Ég hef þó aldrei vitað til þess að köttur ætti erfitt með svefn. Joseph Wood Krutch