Ef nafnið er vitlaust stafsett er það bara ég og mín stafsetning =)
Móðir mín fékk boðsmiða á þessa mynd og vildi ekki fara sjálf. Mér fannst nú alger óþarfi að láta þá fara til spillis þannig að ég skellti mér bara með vini mínum. Ég sé langt í frá eftir því. Þetta er ábyggilega besta mynd sem ég hef nokkurtíma séð og mun sjá.
Þessi myng fjallar í aðaltriðum um byssueign bandaríkjamanna og hræðslu þeirra. myndin byrjar á léttu nótunum en verður alvarlegri þegar fer að líða á myndinna. ég fæ ekki með orðum lýst hversu góð mynd þetta er! Ásamt því að lýsa heimsku almúgans í bandaríkjunum sýnir hún einnig hversu mikil grimmd býr í manneskjunni! Eins og ég sagði hér ofar þá byrjar á léttu nótunum og það sem gerir hana svona er kaldhæðnin sem er mest til að byrja með en er svo annað slagið í myndinni sem fær mann til að hlæja svona einstaka sinnum að þó gravalvarlegu efni.
þetta er mynd sem ég mæli eindregið með og ég verð að segja:“sá sem missir af þessari mynd er að missa af MIKLU!!!”