Meira rými. DVD (Digital Video Disc) er nú á góðri leið með að leysa gömlu myndbandstækin af hólmi á sama hátt og geysladiskar tóku við af vinylplötum. En arftaki DVD er nú þegar í sjónmáli. Þetta er FMD (Fluorcent Multilayer Disc) sem verið er að þróa hjá bandarísku fyrirtæki. Þar að segja menn að nýji diskurinn muni taka 15-falt það magn sem rúmast á DVD diski. Og borið saman við venjulega geisladiska sem notaðir eru m.a. undir texta, myndir og hljóð verður geymslurími á FMD 200-falt. Ástæða þess að þetta er unnt, er sú að diskurinn verður gerður úr 10 gegnsæjum skífum og leysergeisli í FMD-spilaranum notaður til að lesa af hverri skífu fyrir sig.

(LV - tb. 5 - 01)