Nói er 17 ára strákur sem býr í litlum bæ út á Norður landi.
Þrátt fyrir að vera í raun og veru afar gáfaður strákur gengur
honum hræðilega illa í skóla og er mæting hans engu betri.
Það er afar lítið fyrir hann að gera í þessum smábæ þar til
hann kynnist Írisi fallegri stelpu á hans aldri sem er í
heimsókn hjá pabba sínum sem á bókabúð þar sem Nói á til
með fara á til að drepa tíman. Nói og Íris ákveða að strjúka
saman (?) til Hawaii en þurfa peninga sem betur fer hefur Nói
“nokkra ása undir ermi sinni”.

Þessa frábæra kvikmynd er fyrsta kvikmyndin úr smiðju Dags
Kára, manns sem virðist ætla að ná langt í
kvikmyndabransanum og ætti hann að vera hvatning fyrir alla
tilvonandi kvikmyndagerða menn hér á huga. Nói Albinói er
besta Íslenska kvikmynd sem ég hef séð og finnst mér að fólk
ætti að meta þessa mynd betur heldur en hina ofmetnu Hafið.
10/10.