Ég ætla að seigja ykkur frá smá af lífi Arnold Schwarzenegger.

Arnold Schwarzenegger fæddist 30. júlí 1947 í litla þorpinu Thal í Austurríkjunum. Hann ólst þar upp og byrjaði að byggja upp líkamann sinn. Eftir að hafa sigrað heiminn sem besti vaxtarrættarmaður í heimi fór hann til Ameríku til að leika í myndum.

Fyrsta myndin hans heitir “Hercules in New York”(1970) sem er um vaxtarræktarmann í New York. Eftir það lék hann leikfimiskennara og fleira í þeim dúr. Árið 1982 fékk hann stórt tækifæri með því að leika í myndinni, “Conan the Barbarian” og seinna “Conan the Destroyer”(1984). Þar lék hann þræl sem varð að miklum stríðsmanni. Á sama ári og hann lék seinni myndinni lék hann í hinni geysivinsælu “Terminator”, í henni leikur hann vont vélmenni úr framtíðinni og í þeirri mynd seigir hann í fyrsta sinn þessa frægu setningu, “I´ll be back”. Eftir þessar myndir hefur hann leikið í mörgum öðrum frægum myndum, t.d. Commando(1985), Predator(1987), Total Recall(1990), Terminator 2(1991), Last Action Hero(1993), o.fl.

Samtals hefur hann leikið í sirka 60 myndum, framleitt tvær og leikstýrt einni.

Hann er einn af frægustu mönnum í heiminum í dag.
“I´ll be back”