Ég er að fara að panta mér nokkrar DVD myndir sem ekki er hægt að kaupa hérna heima og þær fást allar á ameríska Amazon (.com) og á DVD Empire. Ég ælta að panta þær allar frá sama stað þar sem það er dýrara að panta eina héðan og aðra þaðan. Ég hef verslað áður við Amazon og ekki lent í neinum vandræðum, hins vegar eru diskarnir aðeins ódýrari á DVD Empire. Hefur einhver hérna reynslu af viðskiptum við þá? Með hvorum mælið þið?