Við munum öll eftir þessum gömlu, góðu leikurum.
Al Pacino, Jack Nicholson, Clint Eastwood og Paul newman, svo einhverjir séu nefndir. Ég var að hugsa og komst að þeirri niðurstöðu að góðum leikurum fer fækkandi. Margir af þessum ungu og frægu leikurum í dag eru hræðilegir leikarar.
Þar má nefna Vin Diesel, alla rapparana sem reynt hafa fyrir sér í leiklistinni (ég hef reyndar heyrt að Eminem leiki mjög vel í 8 Mile). Svo eru náttúrega reyndari leikarar sem eru alveg hrikalega lélegir, ber helsta að nefna Steven Seagal, Arnold Swarzenegger (afsakið ég kann ekki alveg að skrifa nafnið hans) og Sylvester Stallon. Þetta finnst mér svolítið skrýtið. Eru kvikmynda skólar að versa eða eru hæfileikarnir að dofna. Mér finnst fátt skemmtilegra en að horfa á góða kvikmynd og það er erfitt þegar hún er leikin illa. Kannski er þetta bara vitleysa í mér, en ég verð bara að láta skoðanir mínar í ljós. Ég vona að þetta sé bara della í mér en látum þetta nægja í bili. Duffman hefur lokið máli sínu. Takk fyrir.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World