Ég keypti mér um daginn skemmtilegan DVD spilara sem kallast United dvd 3151. Ég var að lesa mér til um þennan skemmtilega spilara á www.vcdhelp.com/dvdplayers og þar stóð að til væru þrjár útgáfur af þessum spilara með sama nafni! Á tveimur gerðanna stæði að hann spilaði Kodak picture cd en aðeins önnur þeirra spilar víst vcd.

Þegar ég skelli í vcd og ýti á play kemur fram “invalid entry” þannig að mig grunar sterklega að þessi skemmtilegi spilari spili ekki vcd. Spurning mín er þessi: Veit einhver hvort það á að þurfa eða vera hægt að stilla spilarann þannig að hann spili vcd? Er jafnvel hægt að breyta honum? Bæklingurinn minn segir ekkert um þetta.

Ég þakka fyrir öll svör.<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan
www.dojopan.com