ÉG tók þetta af kvikmyndir.is það er talað um hvort tölvugerða persónan Gollum fái kannski óskar:
Framleiðendur The Lord of the Rings: The Two Towers eru að gera sér vonir um að Gollum kunni að verða tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að Gollum er algerlega tölvugerð persóna og yrði þetta í fyrsta sinn sem stafrænn leikari fengi tilnefningu. Það væri reyndar væntanlega leikarinn sem talar fyrir Gollum, Andy Serkis, sem fengi Óskarinn en þetta ber því engu að síður vitni hversu flottar tæknibrellurnar eru í Two Towers.
