Mikið væri gaman að sjá fleiri sígildar íslenskar myndir koma út á DVD. Það er frábært að Sódóma sé komin út, ég ætla að kaupa mér hana við tækifæri. En ég væri til í að sjá allar “lífs myndirnar” (Dalalíf, Nýtt líf, Löggulíf), Stellu í orlofi, Veggfóður, Stuðmanna myndina (alveg stolið úr mér hvað hún heitir akkurat núna) og fleiri myndir í þeim dúr.

PS. Hvað varð af þessum myndum? Afhverju eru ekki svona myndir gerðar lengur? Jú reyndar er Stella í framboði væntanleg - það væri þá gaman að sjá Stellu í orlofi koma út á DVD í tilefni af því!! :)
kv, Andri