Ég keypti mér fyrir nokkru fartölvu og í henni er DVD drif. Ég á þónokkuð af DVD myndum sem eru keyptar í hinum ýmsu löndum þannig að ég þurfti stöku sinnum að skipta um region þegar ég var að fara að horfa á einhverja mynd. Allt í góðu með það. En þegar ég ætlaði að fara að horfa á mynd um daginn sá ég að hún væri fyrir Region 2 þannig að ég ætlaði bara að skipta um region eins og venjulega en…. NEI NEI… það er þá bara ekkert hægt. Þegar ég fór að athuga þetta betur komst ég að því að það er bara hægt að skipta um region í x mörg skipti??? WHAT?!?!?!
Hvaða andskotans máli skiptir það tölvuna eða einhvern annan hvað ég skipti oft um region… má ég semsagt ekki horfa á myndir sem er kannski bara hægt að kaupa USA nema nokkrum sinnum, því svo er bara ekki hægt að skipta oftar…
Ég skil ekkert í þessu??? Er þetta sona hjá öllum?? Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?<br><br>

<p><a href="http://maggi.hamstur.is“><img src=”http://maggi.hamstur.is/banner.jpg“ border=”0" /></a><p