Fargo

Leikstjóri : Joel Coen
Aðalhlutverk : William H. Macy, Steve Buscemi, Peter Stormare, Kristin Rudrud, Harve Presnell, Tony Denman, Gary Houston
Handrit : Joel Coen, Ethan Coen
Útgáfuár : 1996
Lengd : ca 100 mín

Það er ekki spurning að þessi tilheyri einum af betri myndum ársins 1996.
Hún er í 76 sæti á imdb.com og er það vel skiljanlegt.
Fargo er frekar svört mynd en hún byggjist á atburðum sem gerðust í bænum Fargo
í Minnesota.
Jerry Lundeegard sem er leikinn af William H Macy er í slæmum málum þegar hann
skuldar ríkinu ágætis pening, hann reynir að svindla á bílasölu sem hann vinnur en hann veit að það gæti auðveldlega komist upp hann , þannig hann ákveður að ráða tvo menn
til að ræna eiginkonu sinni og láta tengdaföður sinn borga mjög háa upphæð fyrir lausnargjaldið.
En það vill svo til að krimmarnir tveir myrða tvær löggur og tvo vegfarendur,
allt fer í vitleysu og ekki verður aftur snúið….

Imdb.com 8.2/10 #75/250
kvikmyndir.is 8.7/10