Ég er búinn að vera spá í því undanfarna daga hverjir eru mestu töffarar hvíta tjaldsins þ.e. 1980-2000 og hef ég komist að þessari niðurstöðu á þessum topp 5 lista:
1. Arnold Schwarzenegger - Gaurinn er óendanlega svalur. Terminator 2 er uppistaða fyrir öllum svalleika sem fyrir finnst í þessum heimi. Þegar hann kemur inn á barinn í byrjun og tekur kallana í gegn….úff! Og hvernig hann hleður haglarann á choppernum.ROSALEGA KÚL. Það þarf mikið til að sparka honum úr toppsætinu…allavega hjá mér!

2. Harrison Ford - Það þarf nú ekki að segja mikið. Hann sparkar alvarlega í rass sem Han Solo og Indiana Jones og er hreint ekki slæmur sem Jack Ryan. Þegar hann stendur andspænis geysilega flinkum og stórhættulegum sverðakappa í Raiders og tekur upp byssuna og bara skýtur helvítið. Þeir gerast ekki öllu kaldari.

3. Clint Eastwood - Ofursvalur hattur, brún mussa með hvítu mynstri og rótarvindill í öðru munnvikinu einkenna þennan ofursvala töffara sem stenst ótrúlega vel tímans tönn hvað varðar svalleika. The Man With No Name sem ég lýsti hér fyrst er frægasta persóna Clint Eastwood til þessa þó svo að Dirty Harry standi vissulega framarlega. “Do you feel lucky”-ræðan hans er algjör snilld og einnig “Go ahead…make my day” er bara óendanlega svöl lína. Þessi goðsögn deyr aldrei þrátt fyrir að líkaminn geri það sennilega bráðum.

4. Russell Crowe - Hann er búinn að afreka ótrúlega mikið á skömmum tíma. Hann hakkaði niður Rómverjavitleysinga í tugatali í Gladiator með alveg ótrúlega fimum og tignarlegum sverðatöktum sem fáir leika eftir. Hans svalleiki byggist einna mest á karismanu á skjánum heldur en þessum ískalda naglasvalleika sem Arnoldinn hefur þó svo að Crowe sé vissulega nagli.

5. Vin Diesel - Hmmmm, hver er nú það? Hann lék fyrst í eigin myndum en fékk svo hlutverk sem var sérútbúið fyrir hann í Saving Private Ryan sem óbreyttur Adrian Caparzo og átti góðar 45 mínútur í henni þar til hann var drepinn. Diesel þessi þurfti þó aðeins eina mynd til þess að komast í 4. sætið. Pitch Black. Þar leikur hann strokufangann Riddick sem er með nætursjónauka innbyggða í augun og ótrúlegt attitude í gangi. Ein tilvitnun í karakterinn hans í myndinni þegar hann situr og ræður við trúaðan mann um trúmál: “I absolutely believe in God… and I absolutely hate the fucker.” Það er eins með hann og Russell Crowe. Hann hefur einhvern karisma sem grípur skjáinn og ef hann fer rétt að getur hann orðið efstur á þessum lista. Hvernig væri nú að hann leiki tortímanda í Terminator 3. Tékkið á Pitch Black þið sem ekki hafið séð hana.

Þetta er svona það sem mér fannst nærri lagi. Endilega skrifið álit ykkar á þessu ef þið hafið eitthvað við þetta að bæta.