Nú er liðinn rétt rúmur klukkutími síðan ég sá nýjustu myndina í bálkinum um Harry Potter.

Eins og í fyrri myndinni er hinn frábæri leikstjóri Chris Columbus hér við stjórnvölinn. Annars eru allir leikararnir sem tóku þátt í fyrstu myndinni hér til staðar aftur og nokkrir nýjir bætast við. Þar má helst nefna Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson. Einnig fer hinn nýlátni Richard Harris með hlutverk Dumbledores.

Myndin fjallar í stuttu máli um annað ár Harry Potters og vina í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Nú gerast þeir atburðir að nemendur af óhreinu galdrablóði eru “frystir” hér og þar um skólann. Grunur beinist að aumingja Harry, því að hann virðist gæddum undarlegum hæfileikum sem vekja mikla grunsemd samnemenda hans.

Vinirnir komast á slóðir hins sðgulega leyniklefa Slytherins en spennan nær hámarki þegar að litlu systir Ron Wesley's, Ginny er rænt af hinum svokallaða erfingja Slytherins sem allir leita af. Með hugkænsku finnur Harry leyniklefann, bjargar Ginny og sigrar minningu versta óvinar síns sem hefur ofsótt hana.

Myndin er í alla staði frábær og persónulega fannst mér skemmtilegast að sjá innkomu nýja “Varnir gegn myrku oflunum” kennaranum Gilderoy Lockhard sem leikinn er af Kenneth Branagh. Hann nær fullkomlega karakternum sem við viljum sjá í honum.

Ég gef myndinni 6 hraðfrysta þorska af 5 mögulegum. Frábær mynd sem allir ættu að sjá, sem fyrst!!!