oki það er verkfall…
hvað gerir maður í verkfallinu annað en að reyna að drepa tíman?
Og hvað er betra til að drepa tímann en ódýrar lélegar hryllingsmyndir!!??
ég hef lagt mig allan fram í verkfallinu um að sjá sem flestar og verstar hryllingsmyndir og það eru þrjár sem mig langar til að benda á…
1. Háklassíkin Attack of the killer tomatoes… Allrosaleg þvæla, alger B-mynd í alla staði og verður soldið langdreginn, samt sem áður skyldusjón.

2. Zombie's Lake. ég veit ekki hvort nokkur annar hefur séð hana… hún er talsett á ensku og það kemur aldrei fram frá hvaða landi hún er, en ég veðja á holland.. hún hlýtur að vera hollensk, hún gefur af sér svona .. hollenskan þokka.. plottið er það að hrikalegir nasistazombíar fara á kreik úr votri gröf sinni og fara að borða fólk.. mikil snilld og mæli með henni!
áhugasamir geta fundið hana á James Böndum í skipholtinu.

3. The Lift: For god's sake take the stairs…
Hún er talsett á ensku. Hún er um morðóða lyftu. Hún er frá Hollandi… þarf meira? fæst á james böndum…