Mig langar að fjalla um Battle Royale (BR) DVD special Edition sem kemur á 2 diskum og flottu ál hulstri. Þessi mynd hefur verið bönnuð víða og hefur verið erfitt að fá þennan disk. Var gefin út diskur með eingöngu japönsku og styttri en þessi útgáfa er, það munar einhverjum 20 mínotum.

Í BR er að finna einn nettasta leikara frá Japan “Beat” Takeshi Kitano, en hann hefur kallað sig Beat Takeshi síðan hann lék á sviði. Hann hefur meðal annars leikið í Brother og Johnny Menmonic. Fyrir þá sem þekkja hann þá er hann gull á skjánum. Þessi þungu augu og fasti svipur er yfirþyrmandi. Hann á frábæran dag í þessari mynd.

Myndinni er leikstýrt af Kinji Fukasaku en þetta er hans 60 mynd. Hann hefur meðal annars leikstýrt Yakuza þáttunum (Yakuza er mafían í japan)

Myndin gengur út á það að í Japan eru unglingar hættir að virða þá sem eldir eru og ganga um með mikinn hroka og skemmdaverkana fýsn. Hefur þá ríkið ákveðið að einn bekkur sem hefur staðið sig illa, og er valin handahófs kennt setur á eyju og á þar að murka lífið úr bekkjar félögum sínum. Aðeins einn getur unnið og aðeins einn. Enging annar má vera lifandi þegar leikurinn er búinn að 3 dögum liðnum annars deyja allir. Ekki ætla ég að seigja meira frá myndinni annað en þeir krakkar sem leika í henni fara allir vel með sinn hlut þrátt fyrir að vera aðeins 13-15 ára.

Ég gef þessari 5/5 stjörnum. Eru þær fyrir leik,handrit,töku og leikstjórn.

Á disk 1 sem inni heldur myndina.
Er hægt að velja um texta á ensku eða japönsku.
Myndin er eingöngu á japönsku.

Á disk 2 er að finna.
Um gerð myndarinnar, viðtöl við leikstjórann, Beat Takeshi og krakkana sem leika í myndinni. Úr klippur og annan fróð leik sem gaman er að vita um myndina.

Eitt að lokum.
Ekki fannst mér þessi mynd ógeðsleg eins og hefur verið haldið fram en það sem veldur því að hún er svona víða bönnuð er að það eru svona ungir krakkar að drepa hvort annað.

Þessa mynd má meðal annars finna á netinu og í Nexus.

kv Sheepdog