Red Dragon (2002) Red Dragon (2002)

8,0 á imdb.com, engar tilnefningar eða verðlaun
komin ennþá ; )

Gerð eftir samnefndri skáldsögu Thomas Harris
Leikstjóri: Brett Ratner(Family Man Rush Hour 1&2)
Aðalhlutverk: Edwart Norton, Sir Anthony Hopkins,
Ralph Fiennes, Harvey Keitel, Philip Seymour Hoffman
og Emily Watson

Fjórða myndin sem gerð hefur verið eftir skáldsögum Thomas Harris
enda eru þær ekki af verri endanum. Sérstaklega skal tekið fram varðandi
myndina hve vel valið er í öll hlutverk. myndin er “prequel” SOTL en
áður hefur verið gerð mynd eftir sömu bók, þ.e. myndin Manhunter
sem Michael Mann leikstýrði árið 1986. Sú mynd var töluvert mikið verri en
ég fer í hana seinna.

Myndin fjallar um fjöldamorðingjann “Tooth Fairy” sem Ralph Fiennes leikur.
Hann hefur drepið 2 stórar fjölskyldur á fullu tungli með þriggja vikna fresti
og því hefur lögreglan engan tíma að missa áður en hann lætur til skarar skríða.
Því kallar hún til lögreglumanninn Will Graham sem er þekktur fyrir að hafa
handtekið Dr. Hannibal Lecter. Hann er hættur vegna þess skaða sem Hannibal
hafði á hann bæði andlegan og líkamlegan en hann hefur náð sér nokkurn veginn
og ákveður því að hjálpa löggunni við að ná Tooth Fairy.
Málið er mjög erfitt og því verður hann að leita hjálpar til Dr Hannibals Lecter,
sem hefur gaman af áskoruninni að finna morðingjann auk þess sem hann vill vita
hvort hann sé gáfaðri. Því hefst mikið kapphlaup við tímann að reyna að ná
morðingjanum auk hliðarsagna með blaðamanninn Lounds sem er ótrúlega böggandi
enda leikur Hoffmann hann með mikilli hæfni. Og blindu stelpunnar sem
Emily Watson lék stórkostlega.

Myndin er mjög heilstæð og skapar því mikinn “Climax” og spennu.
Eins og ég benti á áðan þá er ótrúlega vel valið í hlutverkin, meira að segja
Frank Whaley kom góður inn sem hinn leiðingjarni tækifærissinni, Ralph Mandy.
Þetta var góð mynd og mæli með henni. En þessi náði samt ekki sömu
stemningu og í SOTL.
Mikið af skemmtilegum setningum voru í myndinni eins og:
Dinner Guest: Mmm…Hannibal, what is this wonderful cutlet made from?
Hannibal Lecter: If I told you, you wouldn't try it.

****/*****