Hannibal (2001) Hannibal (2001)
6,3 á imdb.com, fá verðlaun voru veitt
fyrir þessa mynd, aðallega besti kossinn og make-up verðlaun.

Leikstjóri: Ridley Scott (Aliens, Blade Runner,Black Hawk Down)
Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Julianne Moore, Gary Oldman og
Giancarlo Giannini

Þarna fatast Ridley flugið, hann fær allt of lítinn tíma
til að vinna í þessari mynd og gengur illa að byggja upp
andlegan hrylling og einbeitir sér þá að því að gera myndina að einum
viðbjóð, t.d. þetta með heilann og allt þetta. Hún verður sjónrænt
ógeðsleg. Myndin á samt sem áður sína góðu spretti, en það bætir hana
þó ekki upp.

Hannibal er staddur í Flórens á Ítalíu, og er í felum fyrir lögreglunni.
Svo kemst lögregla ein á snoðir um að hann sé morðingi. Clarice fer að
rannsaka málið og kemst að því hvar hann er. En allt kemur fyrir ekki,
Hannibal kemst undan. En það er ekki bara lögreglan sem er á eftir Hannibal.
Heldur er gamalt fórnarlamb hans, Mason Verger, ríkur hommi, á eftir honum
og ætlar að drepan hann, vegna þess að Hannibal lét hann afskræma sig
svo hryllilega að Mason gat ekki látið almenning sjá sig. Clarice
er hálfástfangin af Hannibal og hann af henni, og í lokauppgjörinu má
sjá þau kyssast, en Clarice heldur samt af sér og vill læsa hann í
fangelsi þrátt fyrir að hún elski hann.

Myndin hefði getað verið mikið betri en einhvern tókst Ridley að klúðra
myndinni. Ridley fékk lítinn tíma en mikinn pening þannig að þetta fór kjánalega.
Mér finnst svolítið erfitt að sjá hana Julianne Moore í hlutverki Clarice þar sem
mér fannst Jodie eiginlega skapa persónuna. Mikið af óþarfa ógeði var í myndinni
og hefði betur mátt sleppa því. Meira hefði mátt leggja áherslu á það sem maður
ímyndar sér eins og í SOTL. Því það er hugurinn sem er það ógeðslegasta í okkur öllum.

Jæja, nóg af skítkasti.
**/*****