Westworld (1973) Ég veit ekki hve margir hafa séð þessa mynd,
en eitt get ég sagt að hún er vel þess virði.
Myndinni er leikstýrt af Michael Crichton
en hann skrifar einnig handritið. Þessi mynd
var svolítill orginall á sínum tíma því litlu
var sparað í tæknibrellur. Mikið af senum eru
í slo-mo og fleira.

Inni í miðri eyðimörk í Bandaríkjunum er búið
að stofna skemmtigarðinn Delos (skírður eftir
grískri eyju). Þessi skemmtigarður er sá fyrsti
sinnar tegundar. Þar “lifa” róbotar, sem eru
hannaðir til að sinna þínum þörfum.
Þú getur valið um þrjú tímabil til að lifa í,
Medieval-world, Roman-world og Westworld.
Í Westworld lifir þú sem kúreki í gervismábæ
einum í Villta Vestrinu. Þú getur
farið að ræna banka, lent í byssueinvígi
við aðra kúreka og farið um kvöldið á Glaumbæ
(þar sem gleðikonur starfa). Þetta eru allt
róbotar sem þú berst við, og því drepur þú ekki sálu.
Gleðikonurnar eru meira að segja róbotar.
En allt í einu klikkar kerfið og róbotarnir
verða stjórnlausir og reyna að drepa mannverurnar.
Enginn ræður við þær og verður því að verjast fyrir lífinu
En jæja, þetta lítur út fyrir að vera mjög corny thriller
en er, vægast sagt mjög vel heppnaður.
Rakin er saga tveggja manna í “Westworld” sem verða
að flýja fyrir einum róbot sem þeir unnu daginn áður
í byssueinvígi. Leikarinn Yul Brinner úr
The Magnificent Seven, leikur þennan brjálaða róbot.
Annars eru engar sérstakarstjörnur í þessari mynd,
en nóg af skemmtilegum atriðum og kúl slo-mo senum.
Þessi mynd er fyrir alla þá sem hafa gaman af
góðum sci-fi myndum og líka Vestrum.

***1/2/*****