Eins og kannski sum ykkar vita þá eru falið leyni eða egg á sumum DVD mynddiskum. Þetta er fyrir hina. Á mjög mörgum DVD myndum eru falin skilaboð, faldir trailerar, falin viðtöl og fleira og fleira. Vandarmálið er kannski að finna þessi egg. Það er í rauninni ekki vandamál. Hér hefst kennslan. Það besta er að fara á hvern hlut t.d. trailer og á meðan trailerin er highlight-aður ýta með örvatakkanum til vinstri eða hægri upp eða niður og þá ætti að myndast eitthver hlutur sem áður var “ósýnilegur”. þið klikkið á play og eggið byrjar. Þetta virðist flókið. Ég skal koma með DVD myndardæmi: Three Kings að mínu mati góð mynd og ég á hana á DVD. Þið byrjið á því að fara í Special Features þaðan í Cast and Crew og þá ættuð þið að geta ýtt upp niður til hægri eða vinstri og þá ætti að birtast amerískur fótbolti. þið klikkið á hann og þá ættuð þið að fá Secret code sem þið sláið inn á heimasíðu myndarinnar. Annað egg á sömu mynd: Special Features svo ýtið þið tvisvar á continue og svo tvo upp. Þá ættuð þið að hafa aðgang af Tv spoti. Enn annað eggið: Þið farið í language og ýtið upp. Þá ættuð þið að fá annað Secret code. Hljómar flókið? Veit ekki. En til að setja kommuna yfir i-ið (töff setning) þá skal ég segja ykkur það að til er heimasíða þar sem þið getið fundið svona egg. Ekki bara í bíómyndum heldur líka í forritum, Geisladiskum og fleira. Heimasíðan heitir www.eeggs.com. Kannski hef ég bjargað deginum fyrir DVD áhugamenn kannski ekki en samt endjóí og veriði blessuð.

P.S. Látiði mig vita um álitin ykkar. Það er ekkert eins pirrandi og að vita ekki að maður hefur fengið álit. Bæjó í bili þó tyggjó.