Casablanca (1942) Casablanca (1942)
Leikstjóri: Michael Curtiz
Aðalhlutverk: Humphrey Bogart og Ingrid Bergman

Nú ætla ég að skrifa grein um einu frægustu mynd allra tíma. Það er kvikmyndin Casablanca sem hreyf bæði gagnrýnendu og mannfjöldann. Sagan gerist í borginni Casablanca sem var á þessum tíma í eigu Frakka en var hernumin af þjóðverjum. Þetta er dálítið kaldhæðnislegt að gera mynd um seinni heimstyrjöldina á hápunkti styrjaldinnar, þ.e.a.s 1942. Myndin fjallar um bandarískan bareiganda Rick Baine, sem er í hálfgerðu “þunglyndiskasti” eftir að ástin hans stakk hann af í Frakklandi. Seinna meir kemur ástin hans Ilsa Lund (Ingrid Bergman) til Casablanca þar sem hún reynir að flýja til Bandaríkjana, þar kemur í ljós eitt leyndarmál hennar um fortíðina. Ég held að þessi mynd hafi verið svo fræg fyrir hversu vel hún er gerð, þ.e.a.s vel skrifuð, vel leikin og vel tekin. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna en fékk bara þrjú. Þau voru:

Besta Myndin
Besti Leikstjórinn - Michael Curtiz
Besta Handritið

Mér fannst persónulega leikurinn hjá Humphrey Bogart í þessari mynd alveg snilldarlegur enda var hann tilnefndur til óskars fyrir þetta hlutverk.
Það er kannski viðeigandi að koma með eina fræga setningu úr myndinni.

Rick Baine: “I think this is a beginning of a beutiful friendship”

Casablanca er stórmynd sem enginn ætti láta framhjá sér fara.

****/****