Nú tiltölulega kom út ný mynd eftir “meistar” Lynch “Mulholland Drive”. Mörgum þykir mikið til koma hjá manninum með þessari mynd og lýsa henni sem meistarverki, samt verð ég nú að segja að ég hef séð betri myndir eftir hann t.d. Blue Velvet, Fire walk with me og Lost Highway. The elephant man er náttúrulega snilld en mér fannst Eraserhead og Dune ekki merkilegar. Hinsvega á ég eftir að sjá Wild at heart, en stefni ótrauður að því að berja hana augum!
Það sem mér datt í hug með þessum skrifum var að koma af stað smá umræðu um myndir Lynch svo hægt sé að fá einvherja innsýn inn í hans hugarheim, alltaf gaman að deila áliti á einhverju sem er jahh “mind boggeling”.

—-/SPOILER/—-
Mulholland drive:
Myndin fjallar um 2 konur, Betty sem er þessi týpíska sveitastelpa sem er að koma í fyrsta skiptið til LA til að verða stjarna og svo “Ritu”, dularfulla konu sem nýlega lenti í bílsslysi og missti minnið. Betty fær afnot af íbúð frænku sinnar meðan hún er í LA og þar kynnist hún “Ritu” fyrir tilviljun, þ.e.a.s. “Rita” hafði staulast inn í íbúð frænku Bettyar fyrir tilviljun (?). Með þeim tekst vinskapur og eru þær staðráðnar í því að komast að því hver “Rita” er í alvörunni. Þegar þær fara að grafa dýpra ofan í málin koma allskyns dularfull svör upp og flettist inn í þetta ofstoppaði leikstjórinn Adam, mafía í LA, látna trying to be leikkonan Diane Selwyn og furðulegir skemmtikraftar leikhúss/skemmtistaðar.
Undir lok myndarinnar þá eru Betty og “Rita” orðnar allt aðrar manneskjur og persónur. Betty er orðin Diane Selwyn (I know, creepy), trying to be leikkona og “Rita” er Camilla, þekkt leikkona. Eru þær ástkonur, en Camilla hefur slitið sambandi þeirra vegna sambands hennar og leikstjórans Adams. Við þetta verður Diane reið og ræður mann til að ráða Camillu af dögum, en verður bitur og reið eftir það og fremur sjálfsmorð.

Nokkrir leikarar Lynch úr fyrri myndum snúa aftur eins og Michael J. Anderson sem flestir muna eftir sem dverginum úr Twin Peaks og svo voru fleiri (man ekki í bili). Notast hann mikið við tónlist eins og úr fyrri myndum sem gerir andrúmsloftið þrungið og já bara plain creepy. Ég verð að viðurkenna að Lynch er eini maðurinn sem hefur tekist að hræða úr mér líftóruna með sínum myndum, því hann á svo auðvelt með að gera óvenjulega-venjulega hluti dularfulla og drungalega. Samt finnst mér hann hafa farið offarir í þessari mynd með drunglegheit og dularfulleikan. Hann er hrifinn af því að láta áhorfandann standa á gati og fylla í eyðurnar, en það er svo margt í þessari mynd sem bara er ekki hægt að útskýra.

Mín túlkun á myndinni er sú að við erum að horfa á fantasíu heim leikkonunnar Diane Selwyn, sem hefur látið myrða fyrrum ástkonu sína Camillu. Hún er á barmi taugaáfalls og lokar sig af umhverfi sínu. seinna fyllist hún sektarkenndar og reynir að rífa sig upp, en á erfitt með það vegna fantasíunnar (sem er megnið af myndinni).
þegar hún loks gerir sér grein fyrir hvað er fantasía og hvað raunveruleiki höndlar hún ekki tilveruna og fyrirfer sér.

það eru nokkur element sem mig langar að taka úr myndinni og túlka á minn hátt:
-utangarðsmaðurinn-
merki um breytingu, í lokinn er hann með kassan sem blái skrýtni lykillinn gengur að og þegar þær opnuðu kassan kom í ljós skiptingin á karakterunum. Utangarðmaðurinn táknar breytingu sem er óumflýjanleg.
-gamla “creepy” fólkið sem Betty kynnist í fluginu-
merki um óumflýjanleikann, í byrjun myndarinnar óska þau Betty velfarnaðar en hlægja svo að henni þegar þau eru komin í limman. Svo í lokin koma þau aftur og hlægja að Diane rétt áður en hún fyrirfer sér.
-Mr.Rouqe, Mafían og Adam Kesh leikstjóri-
þeir fyrrnefndu þvinga Adam til þess að ráða leikkonuna Camillu Rhodes í hlutverkið í myndinni sinni sem táknar vald og þvingun bransans í LA í lífi Diane.

þetta eru nokkur atriði sem mér datt í hug núna, kem jafnvel með eitthvað úr öðrum myndum Lynch seinna.
þætti samt vænt um að fá fleiri “insights” á þessa mynd og á fleiri element eins og ég til tók.

takk fyrir!
“Ef öl er böl