SLC Punk! Leikstýrð og skrifuð af James Merendino.

Aðalhlutverk: Matthew Lillard, Michael Goorijan, Annabeth Gish og Jennifer Lien.

Ég fór á videóleiguna í gær og náði mér í tvær spólur.. Freddy Got Fingered (ekki spyrja mig af hverju) og Salt Lake City Punk. Eftir að jafna mig á reiðinni sem safnaðist upp í mér eftir að hafa eytt 400 kr í það sorp sem Freddy Got Fingered er, fór ég að horfa á SLC. Og ég var ekki lengi að jafna mig því að hún kom svo sannarlega á óvart.. SLC fjallar um Stevo, metnaðarfullan pönkara (er það hægt?) sem ásamt besta vini sínum Heroin Bob rembast við að vera hollir pönkinu en ekki falla í þá gryfju að vera bara fyrirsætur(posers) þ.e.a.s. ganga ekki bara í pönk fötum og segja “anarchy in the U.K. motherfucker!” heldur halda hugsjónum pönksins á lofti og fara í nógu mörg partý og valda sem mestum usla. Matthew Lillard stendur sig bara mjög vel í þessu hlutverki.. merkilegt nokk. hef aldrei fílað þennan leikara fyrr en ég sá hann í SLC punk. Aðrir leikarar standa sig ágætlega. Leikstjórnin er mjög góð. En það sem mér finnst standa uppúr eru útlitið á myndinni, öll búninga hönnun er mjög nákvæm og soundtrackið er algjör snilld: The Ramones, Velvet Underground, Dead Kennedy´s og fleiri góðir.

Brilliant mynd sem margir hafa misst af, guði sé lof fyrir video.

7.9 af 10