Leikstjóri: Michael Mann.
Leikarar: William L. Petersen, Brian Cox, Kim Greist…etc.

Nú er farið að líða að því að Red Dragon verði sýnd hér á landi og eflaust bíða margir spenntir eftir henni. Í telefni af því kíkti ég á Manhunter sem er jú, byggð á bókinni Red Dragon… eins og myndin Red Dragon… já. Fattaði nú ekki alveg hvað væri verið að meina með því að gera aðra mynd um þessa bók fyrr en ég horfði á Manhunter… búið ykkur undir að sofna.

Graham er FBI kall nokkur sem er fenginn til að eltast við morðingja sem myrðir heilu fjölskyldurnar á hverju fullu tungli. Hann er þeim hæfileikum gæddur að geta sett sjálfan sig í spor morðingjanna og farið að hugsa eins og þeir, þannig finnur hann þá. En málið er að þetta gerir hann að hálfgerðum geðklofa. Ó ég gleymdi að minnast á það að hann lenti líka í því að elta uppi Hannibal nokkurn Lecter nokkrum árum fyrir myndina, og það skemmdi hann víst ágætlega. Nær Graham að koma sér í huga morðingjans fyrir næsta fulla tungl? Er Graham orðinn geðveikur?

Ef ég hefði ekki verið upptekinn við það að hita mér te af og til á meðan á myndinni stóð hefði ég líklegast sofnað í miðri mynd. Hún er fáránlega lengi að dratta sér af stað og segja sögu sína.
Það eru þó skemmtilegar frásagnir inná milli sem heldur manni við efnið en uppá móti kemur það að myndin er frekar holótt… alltof mikið af hlutum sem eru ekki útskýrðir nógu vel. Það endar með því að maður botnar hvorki upp né niður í tilgangi sumra atriða.
Anthony Hopkins er ekki hér sem Lecter heldur fáum við Brian Cox í staðinn… gott eða slæmt? Ég get allaveganna sagt það að Breski hreimur Cox var að ganga frá mér dauðum og að hann túlkaði persónuna sem frekar óstyrkann og öran mann, í stað rólegu og öruggu persónu Hopkins… þið verðið að gera upp á milli ef þið sjáið þessa.

**