Ég var rétt að koma frá óvissusýningu í Laugarásbíói. Þar voru 3 myndir sagðar í boði; Red Dragon, The Tuxedo og svo The Guru. Og viti menn myndin The Guru var á boðstólunum (en ég lét mig nú samt hafa það að horfa á hana því ég var búinn að greiða aðgangseyrinn).
Að svo stöddu vil ég benda á að ég hefi séð margar kvikmyndir góðar og vondar á mínum ferli en ALDREI hefi ég séð mynd sem var jafn léleg og leiðinleg og illa heppnuð og The Guru.
Handritið er eins og öll handrit að rómantízkum gamanmyndum; bara “copy-pasted” úr mörgum gömlum, leikurinn var hlægilegur, tónlistin pirrandi og allt eftir þessu. Brandararnir voru gamlir og margnotaðir; allir keyrðir á kynlífi og vandræðalegheitum = klénir og leiðinlegir. Aðalgalli myndarinnar er að hún tekur enga afgerandi stefnu, þ.e. hún gæti talist til margra flokka: Grín, rómantík, drama, söng- og dansa eða ævintæyri. Oft væri þetta talið sem kostur, að geta fallið í mörg svið. Hér er það EKKI svo!
Ég vil gefa The Guru hálfa * af fimm því að myndir sem fá 0 er oft gaman að horfa á til að sé hvursu lélegar þær eru (dæmi: Space Truckers, Battlefield Earth)