Leikstjóri: Hideo Nakata.
Leikarar: Miki Nakatani, Hitomi Sato, Kyôko Fukada…etc.
Special FX: Yuuichi Matsui.

Það leið nú ekki langt á milli þess að Ring kom út og að framhaldið, Ring 2 leit dagsnins ljós… þ.e. sama ár.
The Ring er að mati margra ein besta hryllingsmynd sem til er… það má nú deila um það. Það fer þó enginn að segja mér það að þetta sé léleg mynd.
Það er eitt atriði sem hafa skal í huga þegar horft er á hana, þú munt aldrei sjá hana með sömu augum, þ.e.a.s. eftir fyrsta skiptið er hún ekki næstum því eins mögnuð. Ég mæli því með að ef þið eruð að spá í að kíkja á hana að horfa á hana EIN, með slökt ljósin… og kannski með öl eða tvo.
En snúum okkur að Ring 2 sem tekur upp þráðinn strax eftir Ring. Sama fólkið er að vinna að þessari mynd og sér maður strax að þetta er sami leikstjórinn, svolítið sérstakur.
Ekki halda þó að þið hafið fundið mynd sem er betri en Ring… langt þar í frá.

Asakawa og Youichi eru horfin, pabbi Asakawa er dáinn af því sem virðist vera gamla vinkona okkar Sadako. Krufning á líka Sadako er hafin og kemur það í ljós, mönnum til mikillar skelfingar, að líkið er ekki nema tveggja ára gamalt… sem þýðir að Sadako eyddi um 28 árum föst ofan í brunninum.
Fyrrverandi samstarfsmaður Asakawa ætlar sér að klára fréttina um videóspóluna sem drepur, fréttin sem Asakawa var að vinna að og leiddi hana til helvítis og til baka í fyrri myndinni. Hann fær með sér í lið nemanda Koichi, fyrrverandi eiginmanns Asakawa(náðuð þið þessu?), sem fann kennara sinn dáinn heima hjá sér… af völdum Sadako.
(Er þetta orðið nógu flókið?)
Asakawa og Youichi komast í leitirnar og komast þau að því að Youichi er kominn með hæfileika sem eru ekkert ósvipaðir því sem Sadako var með. Nú þurfa þau að reyna að nota þessa orku til að losa heiminn við Sadako fyrir fullt og allt.

Ef þið skilduð ekkert af þessu hjálpar þetta kannski:
http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?gre in_id=45527


Söguþráðurinn tekur fullt af óvæntum kippum… sem er venjulega ekki slæmt nema hvað að maður er orðinn svo ringlaður af þessu öllu að maður vill bara að myndin fari að enda.
Það er fullt af holum í handritinu, þ.e. hlutir sem eru ekki fullkomlega útskýrðir og maður situr gapandi, vitandi hvorki upp né niður.
Aftur á móti þá á myndin sínar stundir og hræddi mig oftar en einusinni, og þó að þessi sé meira budget mynd heldur en Ring þá helst enn í drungarlega umhverfið.
Myndatakan og tæknibrellurnar eru góðar nema þá að hönnunin á Sadako brást mér á köflum.
Góð mynd fyrir þá sem eru hrifnir af Ring. En ekki sjá hana án þess að þið séuð búin að sjá forverann…

**