Titill: Braindead
Leikstjóri: Peter Jackson
Handrit Stephen Sinclair
Tagline: Some things won't stay down… even after they die.
Tegund myndar: Grín/Hryllingur/splatter
Lengd: 100 mín
Land: Nýja-Sjáland
Framleiðsluár: 1992
Aðalhlutverk: Timothy Balme, Diana Peñalver, Elizabeth Moody, Ian Watkin og Stuart Devenie.

Já það hefur mikið verið hrósað þessari mynd og ég ákvað bara að kíkja á hana og viti menn hún veldur manni ekki vonbrigðum.
Myndin fjallar um Lionel Cosgrove(Timothy Balme)sem býr undir járnhæl móður sinnar Veru Cosgrove(Elizabeth Moody)sem er sjálfumglöð og forrík.
Lionel verður fyrir því happi að lenda á stefnumóti með Paquita og ákveða þau að fara í dýragarðinn og móðir hanns Lionel verður ekki sátt við það og læðist á eftir þeim staðráðin í að eyðileggja fyrir þeim daginn, en hún verður fyrir því óláni að vera bitin af rottuapa frá Súmötru og verður í kjölfarið fárveik og er á hraðri leið að breytast í uppvakning.
Þetta er alveg sprenghlægileg mynd og verður bara að segja að Peter Jackson er snilldar leikstjóri og má þetta teljast flott afrek miðað við það að þetta er aðeins önnur mynd hans, sú fyrsta kallaðist Bad Taste og það er einnig hægt að mæla með henni, en aftur að Braindead. Öll kellingar atriði í myndini t.d ástartal á milli Lionel og Paguita eru hæfilega ofleikin og maður hlær bara að þeim, splatterinn er góður og húmorinn er alveg frábær og má líkja honum við þann breska sem er sá besti.

***1/2 af *****

*Spoiler*Spoiler*Spoiler*Spoiler*Spoiler*Spoil er*
*
*
*
Mörg atriði eru eftirminnileg og má þá helst nefna það þegar Lionel ákveður að grafa upp móður sína og er tekinn í misgripum fyrir náriðill af einhverjum gúmmítöffurum, móðir hans bítur nokkra þeirra og presturinn kemur út og segir “Evil has decended upon us” lemur uppvakningana með rosalegum kung fu sveiflum og segir svo “I kick arse for the lord”.
Einnig var atriðið þar sem Lionel fer með uppvaknigskrakkan út í barnavagni og hefur gaddavír fyrir honum.
*
*
*
*End of Spoiler*

Þetta er mynd sem kemur öllum til að hlæja.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.