*ATH* Þessi grein er eingöngu ætluð fyrir fólk sem hefur séð myndina og ENGANN annan því innihald hennar mun líklegast eyðileggja myndina fyrir ykkur og það er það SÍÐASTA sem ég vill gera ykkur, þannig að ef þið eruð svo óheppin að hafa ekki ennþá séð myndina þá ráðlegg ég ykkur STERKLEGA að drífa ykkur út á næstu vídjóleigu og ná ykkur í hana, horfa á hana og síðan lesa þessa gein…ok?
.
.
.
.
.
.
.
Ókei, þá ættu allir að vera fullvaraðir við innihaldi eftirfarandi greinar og skaðsemi þess.
Memento kom upphaflega út árið 2000 og er aðeins önnur kvikmynd leikstjórans Christopher Nolans og eiginlega fyrsta alvöru kvikmyndin hanns því að fyrsta mynd hanns, Following var no-budget indie mynd sem hann gerði með vinum sínum um helgar (samt alveg fantagóð) en Memento var svona nokkurskonar stúdíó indie mynd.
Þessi kvikmynd er án ýkja besta kvikmynd sem ég hef séð en ég er ennþá að deila við sjálfam mig afhverju það er, ég held að það gæti verið vegna þess hvernig hún snerti mig í fyrsta skipti sem ég sá hana og hvernig pælingar í henni voru í algjöru samræmi við það sem ég var að pæla á þeim tímapunkti en hún breitti samt einhvernvegin sýn minni á mannlegt eðli og jafnvel lífið sjálft, eins dramantíkst og það hljómar.

Þótt að flestir sem eru ennþá að lesa eigi að vita um hvað myndin er þá ætla ég nú samt að fara lauslega í söguþráðinn til að setja þetta allt í víðara samhengi.
Myndin segir frá Leonard Shelby (Guy Pearce), manni sem þjáist af mjög sjaldgæfum kvilla sem er því valdandi að hann hefur misst hæfileikann til að skapa nýjar minningar, allt sem gerist hverfur úr minni hanns innan fáeinna mínútna og þarafleiðandi hefur hann enga skynjun á tíma.
Eins og gefur að skilja hlýtur að það vera geisilega erfitt að lifa við þessar aðstæður og þessvegna hefur hann þróað með sér kerfi til að auðvelda sér lífið, hann tekur poloroid myndir af hlutum, fólki og stöðum sem hann á að þekkja og skrifar niður upplýsingar á þær. Mikilvægari upplýsingar tattúerar hann á mismundandi líkamsparta.
Minnið missti hann þegar hann var laminn í höfuðið af mönnum sem brutust inn í íbúð hanns og nauðguðu og “myrtu” eiginkonu hanns, hann drap annan þeirra en hinn slapp og líf hanns eftir það hefur snúist í snúist upp í leit að morðingja konu sinnar og láta hann gjalda fyrir það sem hann gerði honum og henni.

Svona hljóðar hinn basíski söguþráður en inn í hann spinnast sambönd við tvær persónur sem maður veit ekki alveg hvar maður hefur. Teddy(Joe Pantoliano) og Natalie (Carrie-Ann Moss).
Teddy er einhverskonar sidekick Leonards sem lætur hann fá allskonar upplýsingar og virðist vera að hjálpa honum. Natalie er kona sem hefur misst mannin sinn og virðist vera að hjálpa honum vegna vorkunar, en annað kemur auðvitað á daginn.
Sagan í Memento er ekki það sem heillaði mig mest við myndina þótt að hún sé óneitanlega gífurleg snilld. Teddy er spillt lögga sem vann upphaflega að máli Leonards og konunnar hanns, hann var sá eini sem trúði honum þegar hann sagði að innbortsþjófarnir hefðu verið tveir og hann “hjálpaði” honum að finna morðingjann. En þegar Lenoard hafði náð fram hefndum sá Teddy að Leonard mundi ekkert eftir að hafa náð morðingjanum og í hanns augum gerði það verknaðinn tilgangslausann, þannig að Teddy ákvað að “hjálpa” Leonard áfram, gefa honum tilgang í lífinu. Þannig að þeir hafa ferðast saman vítt og breitt, Leonard ennþá haldandi að morðingi konunnar hanns væri enn á lífi og Teddy látandi hann myrða “saklausa” menn með því að koma fyrir röngum upplýsingum hjá Leonardi, upplýsingar um menn sem kannski hafa átt eitthvað sökótt við Teddy eða eitthvað í þá áttina. Eins og Teddy sá þetta voru þeir báðir að græða. Leonard hafði tilgang í sína stefnulausa lífi og Teddy græddi á því með því að losna við fólk sem hann þurfti í burtu og myndin snýst einmitt um eitt slíkt atvik.
Teddy sannfærir Leonard um að einhver gaur sem heitir Jimmy Grants sé morðingi konunnar hanns en í rauninni er hann “alsaklaus” dópsali sem Teddy ætlaði að ræna 200.000 dollurum frá með svikulum dópviðskiptum. Leonard drepur hann, tekur fötin hanns, bílinn hanns og peningana hanns. Nokkurvegin tekur yfir hanns ímynd. En í misgriðum finnur Leonard nótu í vasanum á jakkanum sem hann er núbúinn að stela af þessum Jimmy Grants sem segir að hann eigi að hitta þessa Natalie á Barnum þarsem hann vinnur og í misgripum heldur hann að nótan sé til hanns. Leonard gerir þá þau lykilmistök að fara á þennan bar, Natalie sér náttúrlega að eitthvað hefur komið fyrir mannin hennar þegar ókunnugur mæður mætir á svæðið í fötunum af manninum hennar keyrandi bílinn hanns. Útfrá þessum atburði hefst þessi atburðarrás þarsem hinn fatlaði Leonard er notaður sem strengjabrúða í hefndarverk, m.a. lætur Natalie hann berja eiturlyfjasala sem eltir Natalie því að látinn eiginmaður hennar skuldar honum peninga og á endanum sannfærir hún Leonard um að Teddy sjálfur sé morðingi konunar hanns og lætur hann myrða hann til þess að hefna fyrir morðið á kærastanum hennar.
Semsagt flókin runa hefndar og voðaverka þarsem Leonard er aðeins peð.

Það sem greip mig samt við þessa mynd eru siðferðis- og sálfræðipælingarnar á bakvið hana.
Grunnpælingin er klassísk, “Allir þurfa einhvern tilgang í lífinu”. Samahversu hroðalegur og sorglegur hann er í tilviki Leonards, hann er maður sem lifir í gegnum andartök, hann hefur ekkert til að lifa fyrir nema þetta eina hatur sem hann ber inní sér, og hann heldur dauðahaldi í þetta hatur, án þess mundi tilvera hanns fala saman, og innst inni veit hann þetta.
Hliðarsagan í Memento er frásögn af Sammy Jankis, sem var í rauninni frásögn af Leonard sjálfum en hann hafði sett hana í búning annars manns í sinni eigin sjálfsblekkingu sem segir áhorfandanum að ástand Leonards sé miklu meira sálfræðilegt heldur en líkamlegt. Hann skapar sér þær minningar sem honum virðast henta en blokkar allt annað út, hann man t.d. eftir sögunni af Sammy Jankis sem hann setur í annan búning til að hún sé í samræmi við ástand hanns og hann man eftir að hann sé með þennan sjúkdóm því það hentar honum. Margir hafa minnst á þennan punkt sem plottholu en eins og ég skynja það þá er þetta algjör lykilpunktur í þessari sögu, sjálfsblekking Leonards og hvernig hann hefur logið að sjálfum sér til að keyra sig áfram, gera sjálfan sig ánægðan. Engin plotthola.
Og það tragískasta við þetta alltsaman er að það er enginn morðingi, það var hann sjálfur sem myrti konuna sína með því að drepa hana með of stórum skammti af insúlíni, hún lifði árásina af og innst inni veit Leonard þetta en hann hefur valið að gleima því.
Lykilpunktur myndarinnar, ein öflugasta sena sem ég man bara eftir er lok myndarinnar (byrjun sögunnar) þarsem Teddy segir Leonard alla söguna, allan sannleikan. Og á því augnabliki verður allt skýrt í huga Leonards og hann tekur ákvörðun, þá ákvörðun að vilja ekki vita þetta, að vilja ekki lifa lífi sem er tilgangslaust. Hann ákveður því að gleima þessu öllu, eyða öllum sönnunargögnum, skapa sér nýja ímynd og halda áfram að elstast við ímyndaðan morðingja og hann VELUR að gera Teddy, eina mannin sem veit alla sögu hanns, að næsta fórnarlambi sínu. Halda þessari tragísku hringrás áfram lifa vísvitandi í sjálfsblekkingu bara til þess að geta haldið áfram að lifa.

Svona upplifði ég þessa mynd, það getur vel verið að aðrir hafi upplifað hana allt öðruvísi en hún situr ennþá alveg óhugnarlega sterkt í minningunni, sterkara en nokkur önnur mynd sem ég hef séð og er það sérstaklega þessar siðferðispælingar þetta með það að það sé enginn einn tilgangur í lífinu, hver og einn vðerur að skapa sér sinn eigin, sama hversu sorglegur og einmannalegur hann er.
Þetta er orðin ansi löng runa af texta en ég bara fann mig knúinn til að deila þessari kvikmyndaupplifun með ykkur og ég held að það sé sniðugt að sem flestir skrifi sýna upplifun á þeim myndum sem sitja sterkast í þeim, burt séð frá þessum klassíksu hlutum á borð við kvikmyndatöku, hljósvinnslu, tónlist og annað, bara þessa hreinu skynjun á því sem leikstjórinn var að reina að segja áhorfandanum.
Takk fyrir.