Leikstjóri: Kinji Fukasaku.
Leikarar: Tatsuya Fujiwara, Aki Maeda, Taro Yamamoto.


Eins og ég sagði í síðustu grein um Belphégor þá eru Frakkar komnir með eitthvað hryllingsmyndaæði… það kemur þessari mynd svosem ekkert við því hún er japönsk. Nema hvað að þeir eru líka búnir að vera duglegir í þessum bransa. T.d. The Ring(1998) og það sem fygldi henni, The Ring 2(1998) og The Ring 0(2000).
Félagar mínir sögðu mér frá þessari mynd um árið og ætlaði ég mér alltaf að ná í hana en það fór einhverra hluta vegna framhjá mér. En nú var hún sýnd á hvíta tjaldinu(þökk sé Filmundi) og lét ég það tækifæri ekki framhjá mér fara.
Eftir því sem ég hef heyrt þá er þessi mynd mjög umdeild vegna mikkilar blóðsúthellingar þannig að ég fór með bros á vör í bíó og beið eftir að blóðið spýttist… Vá! hvað ég var fyrir mikklum vonbrigðum.

Fjörtíu og tveir skólakrakkar eru plataðir út á afskekkta eyju af stjórnvöldum. Fyrst reyna þau að komast að því að hvar þau eru og áður en líður á löngu kemur gamall skólkennari þeirra valsandi inn ásamt nokkrum hermönnum.
Hann tilkynnir þeim það að þau hafa verið valinn til að taka þátt í Battle Royale. Þau fá sem sagt að vita það að á næstu þremur dögum þá eiga þau að slátra hvoru öðru eða þau deyja öll. Þau eru öll með sérstakt hálsband sem bæði fylgist með þeim og sprengi gat á hálsinn á þeim ef þau brjóta reglurnar.
Þau eru látin fara eitt og eitt með sérstaka bakpoka. Í bakpokunum er, matur, kort og eitthvað vopn. Vopnin eru öll mismunandi og ná frá pottalokum til skotvopna.
Í fyrstu fara krakkarnir að safnast saman í litla hópa og eru staðráðin í því að reyna að berjast gegn þessu saman… en áður um langt er liðið fer vantraustið og ofsóknarbrjálæðið að láta til sín heyra.

Það er skemmtilega dimmur fílingur yfir myndinni og eru myndartökurnar áhugaverðar á köflum.
Leikurinn er eins og búast má við hreint út sagt hrikalegur fyrir utan þá kennarann sem er án efa skemmtilegasti karakter myndarinnar. Efnið er vel útfært og verður að segjast að sumar hugmyndirnar eru hreint út sagt frábærar.
Ég fatta samt ekki alveg hvaða væl þetta er yfir mikklum blóðsúthellingum því ég hef séð það verra í grínmyndum.
En þetta er samt mesta skemmtun og er vel virði 500kallsins.

**1/2