Leikstjóri: James Isaac
Tagline: Evil gets an upgrade
Handrit: Todd Farmer
Aðalhlutverk: Kane Hodder, Lexa Doig, Chuck Campbell, Lisa Ryder og David Cronenberg
Tegund myndar: Horror/Sci-Fi
Lengd: 93 mín

Þetta er tíunda framhald Friday the 13th eins og flestir vita og ég bara varð að sjá þessa mynd bara til að sjá hve léleg hún er, en hvað gerðist??? ég skemmti mér bara konunglega yfir þessari vitleysu, þetta er bráðfyndin mynd. Annað hvort ætlaði leikstjórinn að bjarga þessu með miklu comic relief eða þá að hann ætlaði sér um of og klúðraði þessu.
Myndin hefst snemma á 21. öldinni og á að flytja Jason(Kane Hodder) á herstöð og rannsaka hann en viti menn hann slapp en Dr.Rowan(Lexa Doig) lokar hann inni og frystir hann og sjálfa sig alveg þangað til 455 árum seinna þegar krakkar í skólaferðutan úr geimnum finna þau og bjarga þeim(Jörðin orðin óbyggileg). Jason er núbúinn að vera stilltur og góður nærri því hálfan árþúsundog ætlar því að láta til sín taka.
Já eins og ég sagði þá kom myndin mér á óvart og ekki nóg með það að þetta er slasher/grínmynd þá er þetta líka stórslysa mynd og inniheldur hún bara eitthvað best morð sem ég hef séð.*

***/*****

*
*
SPOILER**SPOILER**SPOILER**SPOILER**
*
Þett a morð fékk mig til þess að veltast um að hlátri, það var þegar Jason var truflaður með heilmyndum af tveimur mjög flottum stelpum í sitthvorum svefnpokanum og Jason ákveður að loka þær báðar inni í svefpokunum og berja aðra með hinni, þeir sem hafa séð þetta vita hvað ég á við.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.