Titill: Battle Royale
Tagline: Gætir þú drepið besta vin þinn?
Tegund myndar: Drama/Hasar
Land: Japan
Lengd: 118 mín
Leikstjóri: Kinji Fukasaku
Aðalhlutverk: Tatsuya Fujiwara, Aki Maeda, Taro Yamamoto, Masanobu Ando og Beat Takeshi.

Myndin fjallar um það í stuttu máli að hópur(42)15 og 16 ára krakka eru í skólaferðalagi og hafa ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast.
Krökkunum er rænt af stjórnvöldum og eru látnir vita af því að þau vöru sá “heppni” árgangur að taka þátt í “Battle Royale”, sem þýðir að þau hafa öll hálsband sem munu springa ef þau verða ekki samvinnuþýð.
Leikurinn gengur út á það að þau eiga að drepa hvort annaðalveg þangað til aðeins eitt þeirra er eftir, ekki nóg með það heldur eru tímamörk á þessum leik, þrír dagar og ef fleiri en einn eru eftir þá eru öll hálsböndin sprengd, allt er þetta gert til að krakkar beri meiri virðingu fyrir yfirvaldinu.
Í myndini er helst fylgst með þrem persónum, Nanahara(Tatsuya Fujiwara), Noriko(Aki Maeda) og Kawada(Taro Yamamoto) öll leika þau frábærlega sem og allir aðrir leikarar myndarinnar en sá sem stelur senuni er Beat Takeshi sem leikur Kitano, gamla kennaran þeirra sem kynnir þeim leikin og segir þeim stöðuna á sex tíma fresti.
Myndin er þrælmögnuð, hvort sem það er hasar, drama eða húmor þá virkar hún alveg rosalega vel og hefur hún bæði hrátt ofbeldi og þann svartasta húmor sem ég hef séð, ef við víkjum okkur að ofbeldinu þá er það nú ekkrt sem maður hefur ekki séð áður, það sem fór kannski fyrir brjóstið á fólki er að þetta eru unglingar sem eru að slátra hvort öðru, myndin spilar út að það hvernig mannskepnan bregst við ef hún þarf annað hvort að lifa eða drepa félaga sinn.

****/*****

Hörkumynd sem ég hvet alla til að sjá.(Sýnd í Háskólabíó)
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.