Núna er verið að sýna þrjár mjög góðar myndir í Sambíóunum á sama tíma (24 Hour Party People, Signs og Hafið) og þykir undirrituðum það nokkuð skrítið því venjulegast fá Sambíóin svona eina til tvær áhorfanlegar myndir á ári. Það sem ég vil meina er bara það að hrósa Sambíóunum fyrir góða framistöðu á undanförnum vikum þar sem þau hafa einnig sýnt nokkrar fínar og forvitnilegar myndir t.d. Maður eins og ég og Eight Legged Freaks. Sambíóin hafa líka eiginlega verið “Teiknimynda-kóngurinn” (sem er gott hjá þeim) á ‘Islandi í fjöldamörg ár en hafa verið mjög slöpp á öðrum sviðum. ’Eg undirritaður fer alltaf í Regnbogann eða Smárabíó og var hættur að fara í Sambíóin þangað til fyrir þrem vikum fór ég á eight legged freaks (nwn boðsmiði) og fannst hún soldið fyndin sérstaklega útaf því að ég vissi að gaurarnir höfðu reynt að gera B-mynd og fannst mér krakkinn ímyndinni vera tíbískur b-mynda krakki (svona einmanna nörd sem veit allt um köngulær og á eitthvad fullkomið 3d forrit heima hjá sér og kunni alveg á það) og svo fannst mér geðsjúklingurinn með útvarpsþáttinn algör snilld og en meiri snilld að allir í þorpinu skyldu hlusta á hann.
Bara sambíóin eru orðið betra bíó (allavega í bili) og ég vona að þau haldi því áfram.