Moonwalker Moonwalker (1988)

Leikstjórn:
Jim Blashfield
Colin Chilvers
Jerry Kramer

Handrit:
Michael Jackson
David Newman

Aðalhlutverk:
Michael Jackson
Joe Pesci
Brandon Quintin Adams
Kellie Parker

Þetta er mesta snilldar-ræma í heimi.

(Sögu)þráður:
Myndin hefst á sýningarbrotum úr ferli Michael Jackson. Þegar þeim kafla líkur hefur Micheal breyst í lítinn strák og dansar Bad myndbandið ásamt öðrum krökkum sem eru ákaflega svalir. Þegar Michael kemur úr þessum dansi er hann allt í einu orðinn fullorðinn.

Fullt af leirfígúrum byrja að elta hann og hann breytist í kanínu sem ferðast um á mótorhljóli undir laginu Speed demon. Svo kemur Leave me alone myndbandið. Smooth Criminal myndbandið er náttúrlega með og það er mjög flott.

Vondir kallar fara að elta Michael af því að hann er á móti eiturlyfjaneyslu. Þeir reyna að drepa hann en allt kemur fyrir ekki því Michael getur breytt sér í bíl eða vélmenni hvenær sem stjörnuhrap á sér stað. Joe Pesci sýnir frábæra takta sem rakið illmenni. Hans markið er að selja öllum skólabörnum í heiminum heróín, sem er í þessari mynd sprautað úr sprautu sem er jafnstór og hálfslíters kókflaska. Þegar Michael hefur upprætt eiturlyfjahringinn hverfur hann sem geimskuttla til stjarnanna, en kemur svo aftur til að troða upp á tónleikum.

Þetta er besta mynd sem ég hef séð.
1)Hún hefur frábærar tæknibrellur.
2)Einstaklega smekklegan, vandaðan og áhugaverðan söguþráð
3)Frábærlega vel leikinn

Nú verða allir að leigja þessa mynd. Gaman er að raula með og kannski dansa ef maður kann sporin.

****/****