The Man Who Wasn't There Coan bræðurnir hafa gert mörg meistaraverk, eins og Fargo, O Brother Where Art Thou og The Big Lebowski. En þessi mynd er sérstök. Hún er til dæmis er myndin svört og hvít sem gefur myndinni þann skilning sem söguþráðurinn og persónunnar gefa henni. Billy Bob Thornton leikur rakarann Ed Crane sem er aðalpersónan í myndinni. Eina sem hann gerir samt í myndinni er að anda og reykja en talar frekar lítið. Þegar hann kemst að því að konan hans Doris leikin af Frances MacDormand heldur fram hjá honum með yfirmanni sínum, Dave leikinn af James Gandolfini fjárkúar hann Dave um 10 þúsund dali en þarf að gefa láta annan mann fá peninginn. Þegar Dave kemst að því að Ed var sá sem fjárkúfaði hann reynir hann að hefna sín á Ed en verður myrtur áður hann getur það. Eftir morðið fer allt í flækjur og veit enginn sannleikann í málinu. Konan hans verður handtekin vegna morðið og margt annað gerist sem er annaðhvort spennandi eða langdregið. Margir leikarar, þekktir og ekki þekktir koma fram í myndinni og er söguþráðurinn heldur sig oftast við efnið en stundum getur hann farið í algjöra flækju. Endirinn er voða furðulegur og frekar slappur miðað við myndina en er samt alveg fínn. Coan bræðurnir eru meðal uppáhalds leikstjórar og handritshöfundarnir mínir og hef ég séð næstum allar myndirnar þeirra. Myndin skaust á toppinn í Bandaríkjunum og Evrópu og var þar í tíma. En ég eindreginn mæli með myndinni og einnig með öllum hinum myndunum eftir Coan.
Sikker
Jákvætt: Góðar myndatökur, góðir leikarar og glæsileg mynd.
Neikvætt: Sum atriði eru langdeigin og leiðileg.

Einkunn: 85%
kv. Sikker