Snillingurinn David Fincher hefur gert frábærar myndir eins og Seven, The game og nú síðast Fight club. Þetta hefur verið uppáhaldsleikstjórinn minn síðan ég sá Seven. Mér þykir það leitt að hann fékk klúðurslegt handrit fyrir Alien3 og hann fékk ekki að vinna úr því eins og hann vildi vegna þess að hann var nobody þá og var í hundaól hjá framleiðendunum. Sú mynd er eini ljóti bletturinn á ferli hans( en ekki honum að kenna). Það hafa verið miklar vangaveltur yfir því hvað hann ætlar að gera næst. Fyrst ætlaði hann að leikstýra Black Dahlia sem fjallaði um morðmál á dularfullri konu um aldamótin 1900. Síðan sneri hann sér að Randevou( fuck hvernig er þetta skrifað) with Rama sem er byggð á Rama bókunum eftir Arthur C. Clarke sú mynd átti að fjalla um björgunarflaug sem reynir að bjarga geimflaug sem rennur stjórnlaust í átt að sólinni og í þeirri flaug á að vera einhver viðbjóður eða eitthvað( óttalega Event Horizon- legt).
En hann hætti við það líka og nú er komið á hreint hvað hann ætlar að gera LOKSINS. Hann ætlar að leikstýra myndinni The Panic room
í helstu hlutverkum eru Nicole Kidman, Jared Leto, Forest Whitaker og kántrý stjarnan Dwight Yoakam. Myndin fjallar um hóp af ræningjum sem ráðast inn í hús til að fela sig. Inni í þessu húsi er Nicole Kidman og dóttir hennar. Myndin gerist eiginlega 85% í þessu húsi( hljómar kannski ekkert svo rosalega vel). Handritið skrifaði David Koep( sá sem gerði Stir of echoes). Ef þið viljið vita meira þá tjékkið þið á davidfincher.net og fá að vita allt um manninn. Þar kemur fram að hraðinn er mikill í myndinni en plottið er mjög óvenjulegt. Ef Fincher getur gert brilliant mynd úr þessu þá er maðurinn GUÐ. CHAPLIN-ORSON WELLES-KUBRICK-SCORSESE-FINCHER.