Með fyrirvara um stafsetninga og staðreyndavillur

Í þessari grein ætla ég að reyna að fjalla um flestar GÓÐAR grínmyndir sem ég hef séð. Auðvitað eru þetta allt mínar
skoðanir og þér er frjálst að dæma þær og segja hvað þér
finnst.

Austin Powers:
International man of mistery
The Spy who shagged me
Goldmember

Mike Myers er vægast sagt fyndinn í þessum myndum. Hann
skrifar öll handritin sjálfur, leikur fleiri en eitt
hlutverk í öllum myndunum. Hann fynnur upp bráðfyndin
nöfn á nánast öllum sögupersónunum og kemur alltaf með
góðan húmor.

Rush Hour 1 & 2:

Chris Tucker og Jackie Chan eru frábærir í þessum myndum
um tvo lögreglufélaga sem koma úr mjög mismundandi
umhverfi. Góður húmor og vel skrifaðar myndir ásamt
massívum bardagaatriðum þar sem enginn toppar Jackie
Chan. Rush Hour 3 er væntanleg

American Pie 1 & 2:

Það kannast allir við Jason Biggs sem gaurinn sem rúnkaði
sér í eplaböku. Þetta eru frábærar myndir sem fjalla um
vinahóp í framhaldsskóla (háskóla í seinni myndinni) og ´
líf þeirra. Sean W. Scott var ótrúlegur sem Stifler.
American Pie 3 er í vinnslu

Men in Black 1 & 2

Tommy Lee Jones og Will Smith mættu aftur sem mennirnir í
svörtu í Júlí síðastliðinn að mig mynnir. Þetta eru flottar
myndir, með flottan húmor og góða leikara. Þó að þetta séu
snilldar myndir er alltaf eithvað sem vantar, bara þetta
eithvað þarna sem gerir mynd fyndari en aðrar ef þið vitið
hvað ég meina.

Meet the parents:

Grínmynd í gæðaflokki með Ben Stiller og Robert DeNiro í
aðalhlutverkum. Stiller leikur ásfanginn mann sem hittir
verðandi tengdarforeldra sína í fyrsta skiptið. Pabbinn
þar á bæ er fyrrverandi starfsmaður CIA og gerir Stiller
erfitt fyrir. Persóna Stillers heitir Gaylord Focker.
Framhaldsmynd er á leiðinni sem heitir Meet the Fockers.

Jay and Silent Bob Strike Back

Snilldar mynd með Jason Mewes og Kevin Smith sem Jay &
Silent Bob sem margir þekkja úr myndum Matt Damon og
Ben Affleck svo sem Dogma. Hún byrjar fyndin og heldur
húmornum yfir mest alla myndina þó að messt sé þetta
bara verið að gera grín að öðrum myndum og rugl húmor.
Mér skilst að myndasögurnar um þá séu góðar.

Legally Blonde

Skemmtileg mynd með fínum “gelgjuhúmor” þar sem Elle,
falleg stelpa sem hefur það takmark að verða
súpermódel eltir kærastann sinn í Harward Law School
eftir að hann segir henni upp.Skemmtilegur og óvæntur
endir (eða kanski ekki?). Númer tvö er á leiðinni.

Shanghai Noon

Jackie Chan leikur japanskan riddara sem heldur vestur
til Ameríku til að bjarga prinsessu. Þar hittir hann
útlaga leikinn af Owen Wilson sem kennir honum hvernig á
að bera sig í vestrinu. Framhald er á leiðinni.

Shallow Hal

Jack Black er snillingur í þessari mynd sem festist í
liftu með “sjálfshjálpargúrú” sem kennir honum að sjá
konur eins og þær eru að innan. Þetta leiðir til
snilldar atburðarásar sem endar vel.

Jæja ég nenni ekki að skrifa meira en auðvitað eru til miljón aðrar fyndnar grínmyndir. Kem kanski með eithvað um eldri
myndir þar sem þessar eru allar í nýrri endanum.
Ef þessari grein gengur vel væri ég meira en glaður að
skrifa meira.
Fleiri myndir sem þú ÞARFT að sjá:

Analize This
The Animal (ekkert rosaleg)
Deuce Bigalow: Male gigolo
Zoolander (snilld!)
The Nutty Professor 1 & 2
!!!!!!A fish called wanda!!!!!!
fullt af monty python efni
Down to earth
Evolution
Bedazzled
Dr. Doolittle
Loser
BASEketball
Showtime
Scary Movie 1 & 2
Rat Race
O Brother, Where art thou?


Heimildir:
www.Movie-List.com
www.corona.b c.ca/films/
Takk Fyri