Donnie Darko Þessi mynd er ein dularfyllsta mynd og besta vísindaskáldsögumynd sem ég hef séð hingað til. Reyndar er þessi mynd einhverneigin samblanda af Drama, Ævintýri, Rómantík, vísindaskáldskap og margt annað. Þessi mynd er mjög sérstök og furðuleg. Myndin gerist árið 1988 og fjallar um drenginn Donnie Darko (jack Gyllenhaal) sem á við geðræn vandamál að stríða. Eina nótt gengur hann í svefni og hittir risa kanínu sem fer með hann á golfvöll og verður vakinn af nágranna sínum sem er að spila golf. Þegar hann síðan loks kemur heim er flugvélahreyfill búinn að lenda í herberginu hans og rústa nánast öllu húsinu, en öll fjölskyldan lifði þetta af. Eftir slýsið kemur risakanínan sem er nú bara ímyndun hans oftar og skipar honum fyrir að eiðileggja hluti, kveikja í hlutum og margt annað. Donnie verður með tímanum ofbeldisfullur og hugsar meira um stelpur og kynlíf. Síðan kynnist hann stelpunni Gretchen sem er nýflutt í bæinn. Síðan fer myndin út í allskonar dramatískum og spennandi atriðum sem ég er ekki enn að fatta af hverju og hvers vegna.

Þessi mynd minnir mig svolítið mikið á Final Destination þar sem strákurinn Alex fær spádóm um að flugvélin sem hann er í mun hrapa, sem hún gerir nema það að honum er hent úr vélinni. Síðan eftir það leitar dauðinn þá upp sem sluppu og reynir að drepa þau. En núna meina ég það að ef þið eruð mikið fyrir spennutrylli vill ég mæla með þessari mynd.

<b>Neikvætt:</b> Dettur ekkert í hug.
<b>Jákvætt:</b> Allt við hana er óaðfinnanlegt: leikurinn, handritið, útlitið, brellurnar, leikstjórnin og tónlistin.

Einkunn: <b>99%</
kv. Sikker