Lord of Illusions (1995) Leikstjóri: Clive Barker.
Leikarar: Scott Bakula, Kevin J. O'Connor, Famke Janseen(Goldeneye)…etc.
Special FX: Tom Irvin, James Ochoa..etc.

Clive Barker er nú langt frá því að vera óþekktur í hryllingsheiminum og á hann allan þann heiður sem hann fær skilið. Hann ber meðal annars sök á Hellraiser(http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?gr ein_id=45292) og
Nightbreed.
Þessi mynd aftur á móti er ekki jafn þekkt og hinar, ég sé enga skýringu á þessu nema hvað að hryllingsmyndir voru eiginlega dottnar úr tísku þegar hún kom út.

En við þurfum ekki að örvænta því það lítur allt út fyrir að nú sé að koma nýr hryllingsmyndatími loksins eftir Scream æðið. Nú þegar The Ring re-makeið er á leiðinni og Dark Castle halda áfram að endurgera þessar snilldar myndir(House on Haunted Hill, Thirteen Ghosts og Ghost Ship) lítur allt til betri vegar.

Einkaspæjarinn Harry D'Amour er ráðinn af konu að nafni Dorothea til að vernda eiginmann sinn Swann frá brjáluðum sértrúarsöfnuði. Svo er að máli komið að Swann var eitt sinn hluti af þessum söfnuði sem dýrkuðu leiðtoga þeirra Nix sem kendi Swann m.a. að galdra. Fyrir 13 árum þá drap Swann sjálfan lærimeistarann Nix og eru nú þeir sem eftir eru af söfnuðinum að bíða eftir endurfæðingu hans.
Swann sem er sjónhverfingarmaður deyr óvart af einu af sínum eigin brögðum og þá eru Harry og Dorothea ein eftir til að komast til botns í þessu máli.

Þessi mynd kemst ekki nálægt því sem hinar Clive Barker myndirnar komast, en hún á þó sín augnarblik.
Make-upið og special fxin eru ekki í svaka gæðum og er ég fremur hissa á því vegna þess hve mögnuð Hellraiser var(kannski of lítið budget?) en þó getur maður alltaf litið framhjá því.
Sagan er aðeins dýpri en aðrar myndir hans þótt að ég hafi nú heyrt að upphaflega sagan sem skrifuð var hafið verið mun betri en myndin. Clive Barker kannski að misstíga sig? en hann ræður þessu því hann skrifaði þetta víst enda byggt á The Last Illusion eftir hann sjálfan.

**