Tremors 3: Back to Perfection Ahhhh… Tremors. Svo skemmtilega vildi til að ég var einmitt að enda við að horfa á Tremors 3 rétt í þessu. Svo skýst maður á huga og viti menn, þar er einmitt verið að hlægja að Tremors 3. Enda mikið að hlægja að.
Hver man ekki eftir appelsínuguluafgangsmálningunni sem dælt var upp úr jörðinni í hvert skipti sem einhver skaut á greyin blindu?
Hún er enn á sínum stað, en því miður í minna magni en áður. Lítið er plaffað í jörðina, en þess þó heldur í átt til himins.

Jamm, eins og allir vita (væntanlega) þá voru Tremors skrímslin í tremors eitt (svokallaðir Graboids) aðeins staurblind átvögl sem treystu á hljóð fórnarlamba sinna til að leita þau uppi. Í Tremors 2 höfðu þau þróað af sér einhverskonar hlaupandi kjötstykki á tvemur fótum (svokallaðir Shriekers) og í þessari er lokahnykkur þróunarinnar.
ÞÆR FLJÚGA!! (svokallaðir Assblasters… verður að sjá hana til að komast að því hversvegna…).

Ojæja… Michael Gross fer með hlutverk harðnaglans Burt Gummer í þriðja skiptið. Vanur maður og veit hvað hann á að gera. Skjóta og koma með cheezy one-linera. Önnur hlutverk eru í höndum minni spámanna sem ég nenni ekki að nefna, fyrir utan Tony Genaro sem snýr aftur sem hin mexíkóski sprellari Miguel, en hans var einmitt sárt saknað í Tremors 2. Ekki satt? hmmm…

Leikstjóri er Brent Maddock, en hann skrifar einnig handritið. Vanur maður þar, enda skrifaður handritshöfundur ekki ómerkari mynda en Wild Wild West (b-mynd í dulargerfi), Tremors 2 og eitt, Short Circuit 1 og 2 (personal favorites) og Batteries not Included! Ekki slæm ferilskrá og sómir Tremors 3: Back to Perfection sér vel þar.

Plottið? hmm… þeir eru komnir aftur. Þeir borða fólk. Burt Gummel Gotz to kick some tremorASS!!! and Assblasters..Asses…!!! YEEAAAH!!! ekki flókið og virkar.
Myndin á góða spretti, sein í gang en hún heldur enn þessum Tremors B-Töfrum sem maður man eftir úr fyrri myndunum.
Skrímslin eru brúðugerð að hluta og CGI að hluta og virkar fínt, grafík greinilega unnin af fjármagnskorti og vel að því staðið. Allar brúður hallærislegar. Virkar fínt.

Stjörnugjöf? Jú ég gef henni þrjár sléttar. Hún var svo helvíti leiðinleg framan, en rétti svona líka hressilega úr kútnum.

*** = góð viðbót í tremors safnið. The Tremors trilogy…