Væntanlegar myndir
Það er nú heldur betur búið að vera dautt á þessu áhugamáli núna undanfarið þannig að ég ákvað skrifa smá grein um þær myndir sem ég bíð spenntastur eftir.

6. The Ring: Ég nokkuð spenntur fyrir þessari en eins og flestir vita þá er þetta endurgerð eftir hinu frábæru japönsku hryllingsmynda trillogiu Ring. Myndin fjallar um það að ef að maður horfir á visst myndband þá deyr maður eftir viku og það er í rauninni eina sem þið þurfið að vita. Ég sá teaserinn fyrir þessa og mér leist helvíti vel á þetta fékk alveg þvílíka gæsahúð en ég vona að kaninn klúðri þessu meistara stikki ekki.

5. Dream Catcher: Loksins kemur big budget mynd eftir sögu Stephen King en ég veit ekki hvenær það kom út stórmynd byggð á sögu eftir hann. Dreamcatcher hmm já ég er ekki alveg viss um hvað hún fjallar heh veit alla vega að hún gerist í skógi og það er mikill snjór en ef þið viljið fræðast meira um hana þá getiði lesið meira um hana á imdb. Það sem gerði mig spenntann var það að þetta er mynd byggð á sögu eftir Stephen King og það að trailerinn var mjög góður. Mæli eindregið með að þið kíkið á hann.

4. Star Trek: Nemisis: Ég verð að viðurkenna að ég er nú ekki mikill Trek fan og eina Star Trek myndin sem ég hef haft gaman af var First Contact en trailerinn fyrir myndina gerði mig mjög spentann. Gamlir fjendur Federation Romularnir vilja friðarræður en þegar Enterprise hópurinn kemur á staðinn til þess að fá frið þá er ekki allt sem sýnist. Endilega kíkið á trailerinn, mjög góður.

3. 28 days Later: Ég get ekki beðið eftir þessari. Vírus sleppur frá einhverri rannsóknarstofu og smitar allt og alla. 28 dögum seinna vaknar einn maður á tilraunarstofu sér til undrunar að hann er já eiginlega einn í heiminum, hvað varð um allt fólkið?. Trailerinn lofar virkilega góðu og er myndin low budget og ekki nóg með það heldur er hún tekin upp á digital cameru. Kíkið á trailerinn.

2. Lord of the Rings: The Two Towers: Það vita nú allir hvaða mynd þetta er og ég ætla ekkert að fara segja um hvað hún er. Trailerinn er kominn í fullscreen+ á netið.

1. Matrix Reloaded: Af ölum þeim myndum sem eru væntanlegar þá bíð ég spenntastur eftir þessari og ég held að ég sé ekki einn um það. Trailerinn er nokkuð góður þó að hann sýnir ekki mikið.

Aðrar væntanlegar myndir sem maður er nokkuð spenntur fyrir:

Daredevil
X-Men 2
The Dangerous Lifes of the Altar Boys
The Hulk
Red Dragon
Terminator 3 (ef hún kemur einhverntíman út)

Smá viðauki hérna: Ég vill nefna það að ég er mjög mikið fyrir Trailera og er núna með 105 Trailera af væntanlegum myndum í tölvunni. Fyrir það fólk sem vilja sjá flotta Trailera en veit ekki alveg hvað á að downloada þá ætla ég að mæla með nokkrum.

Allar þær myndir sem ég hef nefnt hér að ofan eru með góða Trailera fyrir utan X-Men 2 og Daredevil (frekar cheasy teaserar)

Tripple X. Trailer 2 (mjög vel gerður trailer en ég hef ekki hugmynd um hvernig myndin verður)
Minoraty Report. Internet Exclusive Trailer (Teaserinn er fínn og Trailer 1 er ágætur en Trailer 2 er mjög lélegur)
Master of Disguise Trailer 2 (vona að öll myndin sé ekki í trailernum)
La Sérene Rouge (ágætis trailer. Myndin er í anda leon)
Signs (gæsahúð, nær góðu andrúmslofti)

Þetta eru nokkrir trailerar sem mér finnst mjög góðir en það er hægt að nálgast þá flest alla á www.kvikmyndir.is