Men In Black 2 Men In Black 2 **1/2 / ****

Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Will Smith, Lara Flynn Boyle, Johnny Knoxville

Men In Black 2 er framhaldið af hinni geysivinsælu Men In Black sem sló í gegn fyrir 5 árum. Eins og flestir vita endaði fyrri myndin á því að ljósið var notað á Kay, svo hann man ekkert eftir því að hafa verið í MIB. Jay er ennþá til staðar að berjast við geimverur og ormarnir og hundurinn Frank eru mætt aftur.Þegar geimvera kemur til jarðar að leita að ákveðnum hlut, neyðast MIB til þess að fá Kay aftur til starfa, samt segi ég ekkert um það hvernig eða til hvers. Tæknibrellur spila stóran part í þessari mynd og eru þær mjög góðar í þessari mynd. Leikararnir standa sig alveg ágætlega og passa bara vel í sín hlutverk, Will Smith og Tommy Lee Jones sem Jay og Kay og svo Johhny Knoxville og Lara Flynn Boyle sem geimverur. Mér finnst skemma helst fyrir henni að nánast allir fyndnu brandararnir í myndinni eru sýndir í trailerunum sem hafa verið sýndir margoft í sjónvarpinu hérna í USA. Þetta er ágætis mynd en fyrri myndin er mun betri og ætla ég að gefa þessari mynd tvær og hálfa stjörnu af fjórum.
“If you stole a pen from a bank then would it still be considered a bank robbery”?