976-EVIL (1988) Leikstjóri: Robert Englund.
Leikarar: Stephen Geoffreys, Patrick O'Bryan, Sandy Dennis…etc.
Special FX: Robyn Jacobs.

Ekki er mikið merkilegt við þessa mynd og man ég ekki alveg til hvers ég keypti hana í fyrsta lagi. Var ekki búinn að sjá hana en eitthvað við coverið og náttúrulega það að enginn annar en Robert Englund hafi leikstýrt þessu gerir hana þess virði að eiga. Skondið að sjá þennan sænsk ættaða mann leikstýra, sem við þekkjum aðalega sem Fred Krueger úr meistarastykki Wes Craven.

Hoax Wilmoth á ekki sjö dagana sæla því að hann hefur orðið svoldið eftir í lífinu. Það er gert grín af honum í skólanum því hann er fremur asnarlegur og ekki hjálpar það að hann býr hjá móður sinni sem er vægast sagt, rugluð. Aftur á móti þá er frændi hans Spike einn af þeim svölu, mótórhjólastrákur með kerlingar og áfengi í takinu og kynnir hann Hoax fyrir nýju áhugamáli; að hringja inn og fá að vita stjörnuspá sína(joy!). En þetta eru engin venjuleg símtöl sem að Hoax er að hringja. Hann kemst í beint samband við djöful sem hjálpar honum að breyta hlutunum aðeins…

Frekar ódýr mynd(jafnvel miðað við hryllingsmynd) en hún á sínar stundir. Söguþráðurinn og sögusviðið er frekar lítið og lélegt. Robert er enginn Romero, hann á eitt og eitt moment þarna en ætti frekar að halda sig við að leika.
Er ekki viss um hvort að hægt sé að fá hana hérna á PAL en ég pantaði hana sjálfur frá Bandaríkjunum(NTSC) og er það svosem ágætt og er hægt að fá hana þaðan með áður óútgefnum senum.

**