Þetta er alveg snilldar mynd og fyrir þá sem hafa ekki séð
hana þá mæli ég sterklega með henni. Hún er reyndar af
mjög svipuðum toga og Notting Hill og Bridget Jone's Diary og
kannski ekki alveg eins góð og Bridget. En þrátt fyrir það er
hún vel þess virði að fara á hana og verst er að hún er bara
sýnd í tvem bíósölum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Háskólabíó
og Álfabakka.

AÐEINS UM MYNDINA:

Will Freeman (Hugh Grant) er 38 ára einhleypingur sem að
aldrei hefur þurft að vinna, sökum arfs frá föður sínum. Hann
kynnst ungum strák (nicolas Hoult) og móður hans.
Strákurinn, Marcus, hefur verið lagður í einelti í skóla og reynir
Will að kippa því í liðinn

Endilega kíkið á þessa mynd,þið verðið varla svikin.

bíó-kveðjur,
Inga Auðbjörg