Silence of the lambs (smá spoiler)..... …..var drullugóð spennumynd. Myndin fjallar í stuttu máli um
kvenlögguna Clarice Starling (Jodie Foster) sem er að reyna að
komast inn í FBI. Yfirmaðurinn á þeirri deild sendir hana
í smá “inntökupróf”. Það gengur einn fjöldamorðingi laus,
sem drepur konur og flær af þeim skinnið eftir að hafa nauðgað þeim. Eins og flestir vita eru til svona “profiler” löggur
sem sálgreina morðingja og bófa, til að þekkja munstrin
þeirra og auðvelda þar með rannsókn á málinu og koma í veg fyrir
fleiri morð. Clarice er s.s. send til Dr.Hannibals Lecters
(Anthony Hopkins) til að reyna að komast að fleira um þennan
fjöldamorðingja. Þá hefst mögnuð atburðarrás sem hreinlega
stoppar ekki.
Myndinni er mjög vel haldið uppi af frábæru leikaraliði-
* Anthony Hopkins (Legends of the Fall,Remains of the Day, Nixon)
* Jodie Foster (Panic Room, Contact, Taxy Driver, Sommersby)
* Scott Glenn (Silverado, Training day, Apocalypse Now)
og þetta er áreiðanlega ein besta spennumynd sem ég hef séð.
Ég á eftir að sjá Hannibal og hlakka svo til þriðju myndarinnar
Red Dragon. Myndin inniheldur einnig eina frægustu setningu
kvikmyndanna: ,,I´m having an old friend for dinner´´

Svo koma að lokum nokkrar staðreyndir um þessa mynd frá
kvikmyndir.is :

Staða myndar: Til á myndbandi
Leikstjóri: Jonathan Demme
Aðalhlutverk: Jodie Foster, Anthony Hopkins,
Lawrence A. Bonney, Kasi Lemmons,
Lawrence T. Wrentz, Scott Glenn,
Anthony Heald, Frankie Faison,
Frankie Faison, Frank Seals Jr.,
Stuart Rudin, Masha Skorobogatov,
Jeffrey Lane, Leib Lensky,
Red Schwartz, Jim Roche
Handritshöfundar: Thomas Harris, Ted Tally
Framleiðsluár: 1991
Framleidd af: Orion Pictures
Tegund myndar: Spennutryllir
Lengd myndar: 118 mínútur
Aldurstakmark: 16 ára

Leigiði þessa mynd hvort sem þið hafið séð hana eða ekki.

PS Fannst ykkur Full Metal Jacket ekki vera góð (sérstaklega fyrri
parturinn)