<B>Black Knight</B>

Leikarar: Martin Lawrence, Marsha Thomason, Tom Wilkinson
Leikstjóri: Gil Junger
Framleiðandi: 20th Century Fox

Birt með fyrirvara um staffsetningavillur

Jæja, núna á loksins að fara að sýna þessa mynd sem var fyrst auglýst í Mars að mig mynnir á Popp Tíví. Ég fékk hana á VCD fyrir 3 mánuðum og gerði miklar væntingar til hennar. Ég hafði séð fyrri myndir Martin Lawrence og fannst þær frábærar og hlakkaði þessvegna mikið til þess að sjá þessa. Ég beið einn mánuð eftir að horfa á hana en gafst svo upp á að bíða eftir að hún kæmi bíó. Hún byrjaði á því að Martin vinnur í skemmtigarði með miðaldarþema sem er að leggjast útaf. Búið er að stofna annan eins garð sem tekur alla gestina frá fyrr nefndum garði. Matrin er að spá í að hætta að vinna þar en þegar hann gengur út til að fara heim einn daginn sér hann nisti eða einskonar hálsfesti fljótandi í fljóti. Hann reynir að ná nistinu en fellur í ána og þegar hann stýgur uppúr er hann kominn til miðalda (gerðist á þennan hátt mynnir mig). Einhverveginn kemst hann með eikkurum drikkfeldum manni í höllina þar sem honum er tekið sem sendiboða frá Frakklandi sem átti að koma á undan franska prinsinum. Franski prinsinn er að fara að giftast ensku prinsessunni. Þegar uppreysnarmenn reyna að myrða kónginn bjargar Martin honum óvart og er gerður yfirmaður öryggismála. Hann heldur þeirri stöðu þangað til franski prinsinn
kemur og fynnur Lawrence í rúminu með prinsessunni. Við það er verður konungurinn æfur og lætur hengja Martin. En auðvitað verður að vera bjarvættur og uppreysnarmennirnir bjarga Martin og fara með hann útí skóg. Það verður Martin einskonar foringi uppreysnarmannana og fær þá til að gera árás á höllina, þeir yfirtaka höllina og Martin kemst aftur heim til sín.
Þetta var FÁRÁNLEGA leiðinleg mynd, ófrumleg, innantók og verst af öllu var ekki eitt fyndið atriði. Þetta var hræðileg mynd.
Gaur sem var vinur Martin í árásinni á höllina fékk ör í sig frá “aðal vonda” dó svona hægt eins og gerist og kom svo aftur spelllifandi. Eitt asnalegt atriði var líka að rétt áður en “aðal vondi” dó skar hann fallegu uppreysnarkonunna á háls (án þess að drepa hana), síðan þegar Martin kom aftur heim hitti hann strax konu sem er alveg eins og er með ör á sama stað og hin hafði verið skorin.

1/5
Þessi mynd fær eina stjörnu vegna þess að ég og félagarnir höfðum gaman af því að veðja á það hvað myndi gerast næst sem heppnaðist alltaf =)