Eins og flestir vita fær Hollívúd bólur öðru hverju. Það koma nokkrar myndir um sama efni með stuttu millibili. allir vilja náttúrulega græða á hugmyndum sem eru vinsælar hverju sinni . Oftast kemur ákveðin stórmynd og síðan fylgir eitthvað rusl með á eftir. Hvortsem það eru geðvondar risaeðlur, grjóthríð úr geimnum eða einhver mynd sem slær í gegn koma framhöldin á færibandi á eftir með misjöfnum árangri og ég játa að ég fer að sjá þessar myndir. Sumar eru góðar aðra ekki. Þetta er fín leið að flýja raunveruleikann um stund. Það hefur verið einkennandi hvað þjóðerniskenndin í USA er mikil. þegar maður sér myndir eins og Indipendence day, Pearl Harbour, Godzilla og Armageddon. Þessar myndir voru ágætis skemmtun með miklum brellum. Nýjasta æðið sem er í gangi núna er ofurhetjur. Hver ofurhetjan á fætur annarri stekkur inn á tjaldið með látum. Öllum aðdéndum hasarblaðanna til ánægju og maður sér alls kyns varning og sælgæti tengt þessu í verslunum landsins . Um daginn fór ég að sjá Spider-man og hafði svo gaman af að ég dustaði rykið af öllum Superman og Spider-man blöðunum sem hafði safnast upp inn í skáp gegnum tíðina.