Eftir hafa hafi étið ónýtt salat frá Friday's ákvaðum við að fara í bíó, við vinirnir. Við fórum á Varði goes to Europe. Ég hef aldrei á ævinni skemmt mér jafn mikið og vel og ég gerði á þeirri mynd. Hvert einasta atriði er alveg drepfyndið, íslenskur húmor. Varði fer á kostum svo ekki sé talað um alla karakterana, ég nenfi sem dæmi kínverskan þungarokkara með kassagítar og mollettu. Hvernig hann talar við fólk. Þetta er húmor sem er við flestra hæfi. Bröndurunum er ekki troðið ofan í mann, meltur og skitinn fyirr mann heldur verður maður að hlusta því í hverju einasta orði er eitthvað fyndið. Ég ætla að leyfa mér að taka eina setningu úr samhengi hér í lokin. Þetta er frábær setning. “I think that's very good but I don't believe in elves”.
Ég mæli með því. Sleppiði eins og einni amerískri klisju og sjáið rammíslenska fyndni. Hún er sýnd í Háskólabíó.

Takk fyrir og sjáiði hana, ef hún er leiðinleg að ykkar mati skal ég borga ykkur upphæð miðans til baka!
Mig